2014-09-22 13:12:05 CEST

2014-09-22 13:13:06 CEST


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų
Hagar hf. - Fyrirtækjafréttir

Hagar hf. framlengja langtímafjármögnun félagsins


Hagar hf. hafa í dag undirritað nýjan lánssamning við Arion banka hf. sem
tryggir langtímafjármögnun félagsins. Áður var félagið með lánssamning við
bankann sem var á gjalddaga í október 2015, með framlengingarheimild til
fjögurra ára. 

Hér má sjá helstu atriði samningsins:

  -- Upphæð lánssamningsins er kr. 4.300.000.000,- en mánaðarlegar afborganir
     eru óbreyttar frá fyrri samningi.
  -- Gjalddagi samningsins er í október 2019, með framlengingarheimild til maí
     2021.
  -- Lánssamningurinn ber breytilega, óverðtryggða millibankavexti (REIBOR) að
     viðbættu álagi, sem lánveitandi hefur heimild til að endurskoða árlega.
  -- Lánskjör hins nýja lánssamnings eru hagstæðari fyrir félagið.
  -- Félagið hefur rétt til að greiða lánið upp hvenær sem er á lánstímanum, án
     kostnaðar.
  -- Búið er að létta nokkuð á skuldbindingum félagsins og fjárhagslegum
     skilyrðum í nýjum lánssamningi.





Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., í síma 530-5500.