2015-05-12 12:23:24 CEST

2015-05-12 12:24:27 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Málið varðar auglýsingu á útdregnum húsbréfum og birtingu þeirra þann 15. maí 2015. En þau eru til innlausnar 15. júlí 2015.


Vegna verkfalls lögfræðinga, hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, er
ógerlegt að draga út þau númer húsbréfa sem auglýsa á  eigi síðar en 15. maí
n.k. og eiga að vera til innlausnar 15. júlí 2015. 

Í reglugerð um húsbréf segir að númer útdreginna húsbréfa skulu birt í
Lögbirtingablaði í síðasta lagi tveimur mánuðum fyrir gjalddaga. Einnig segir
að útdráttur skuli fara fram hjá Raunvísindastofnun Háskólans að viðstöddum
fulltrúa Íbúðalánasjóðs undir umsjón lögbókanda sem kemur frá
Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Eftirtaldir flokkar og nafnverð eru á innlausn þann 15. júlí n.k.

1. flokkur 1991                 IBH16-0115        5.080.000

3. flokkur 1991                 IBH16-1015        2.610.000

1. flokkur 1992                 IBH17-0115         1.000.000

2. flokkur 1992                 IBH17-0415         2.100.000

1. flokkur 1993                 IBH18-0415         2.100.000

3. flokkur 1993                 IBH18-1015         3.000.000

1. flokkur 1994                 IBH19-0115         7.200.000

1. flokkur 1995                 IBH20-0115        11.850.000

2. flokkur 1996                 IBH21-0115        110.000

3. flokkur 1996                 IBH36-0115        3.210.000



Útdráttur fer fram um leið og hægt verður að draga húsbréfin út  og þau auglýst
í kjölfarið. Stefnt er að því að þessi húsbréf verði innleyst þann 15. júlí
2015