2010-01-11 15:53:10 CET

2010-01-11 15:54:10 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Sterk lausafjárstaða Landsvirkjunar


Lausafé Landsvirkjunar í árslok 2009 nam alls um 415 milljónum USD (það
samsvarar um 50 milljörðum króna).  Þar af voru í sjóði um 135 milljónir USD og
280 milljónir í óádregnu erlendu veltiláni.  Lausafé ásamt veltiláni og
sjóðstreymi tryggir að fyrirtækið getur staðið við allar núverandi
skuldbindingar til 2012.  Landsvirkjun stefnir að því að birta ársreikninga
vegna ársins 2009 upp úr miðjum mars nk. 

Lánshæfismat Landsvirkjunar hefur ekki breyst
Í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að vísa Icesave lögunum í
þjóðaratkvæðagreiðslu breyttu tvö matsfyrirtæki lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. 
Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði langtímaeinkunn ríkissjóðs í erlendum
gjaldmiðli í BB+ (neikvæðar horfur) úr BBB- og er einkunnin því í ruslflokki. Á
sama tíma setti matsfyrirtækið Standard and Poor´s lánshæfiseinkunn ríkissjóðs
á athugunarlista með neikvæðum horfum. 

Þrátt fyrir þessar breytingar hefur ekki orðið breyting á lánshæfiseinkunn
Landsvirkjunar.  Fyrirtækið hefur enn lánshæfiseinkunnina Baa3 (neikvæðar
horfur) hjá Moody´s sem er í fjárfestingarflokki.  Í lánssamningum
Landsvirkjunar eru engin ákvæði sem kalla á gjaldfellingu eða breytingar á
vöxtum þó að lánshæfiseinkunn lækki frekar.  Breytingin á lánshæfi ríkissjóðs
hefur því engin áhrif á vaxtakjör á eldri lánum fyrirtækisins.  Hún gæti hins
vegar haft, að öllu öðru óbreyttu, neikvæð áhrif á aðgengi Landsvirkjunar að
nýju lánsfjármagni á ásættanlegum kjörum.