2012-04-11 15:08:24 CEST

2012-04-11 15:09:25 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Borgarráð samþykkir stofnun á nýjum skuldabréfaflokki


Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 29. mars 2012 eftirfarandi tillögu:

„Lagt er til að stofnaður verði nýr skuldabréfaflokkur til 7 ára að fjárhæð
allt að 3.500.000.000 til að nýta þau tækifæri sem nú bjóðast á fjármálamarkaði
til að lækka fjármagnskostnað borgarinnar. Fjármálastjóra verði veitt umboð
f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga, sem og til
þess að móttaka og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og
tilkynningar sem tengjast stofnun þessa nýja skuldabréfaflokks. Fjármálastjóra
verði falið að ákveða m.t.t. markaðsaðstæðna í hverju útboði á þessu ári hvort
boðið verður út í nýjum flokki eða í RVK09 1.“ 

Ekki er búið að ákveða útboðsskilmála eða hvenær útboð munu fara fram í nýja
flokknum. En tilkynningar þar að lútandi verða birtar í kauphallarkerfi
NASDAQ/OMX. 



Nánari upplýsingar gefur:

Birgir Björn Sigurjónsson
Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
Sími: 693-9321