2010-12-15 16:36:45 CET

2010-12-15 16:37:43 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Formsatriði vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar ekki frágengin



Þann 21. október sl. tilkynnti Icelandair Group hf. (félagið) að lokasamningar
vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar hefðu verið undirritaðar þann dag.
Einn þáttur endurskipulagningarinnar var sala á tilteknum eignum sem ekki eru
hluti af kjarnastarfsemi félagsins. Í tilkynningunni kom fram að hefðbundnir
fyrirvarar um og frágang formsatriða í tengslum við söluna væru í kaupsamningum
vegna þeirra eigna, svo sem samþykki opinberra aðila, eftir því sem við á. Gert
var ráð fyrir að öll þau formsatriði yrðu frágengin í dag, 15. desember. Nú er
hinsvegar ljóst að það mun taka lengri tíma og er nú gert ráð fyrir að það
klárist fyrir lok janúar 2011. 

Nánari upplýsingar veitir:
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group- sími:665-8801