2014-05-07 17:39:46 CEST

2014-05-07 17:40:14 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf.: Tekjuvöxtur og aukinn hagnaður á fyrsta ársfjórðungi


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2014 var
staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 7. maí 2014.


  * EBITDA tímabilsins nam 635 m.kr. og hækkaði um18% milli ára
  * Hagnaður nam 135 m.kr. og jókst um 111 m.kr. milli ára
  * Tekjur jukust um 3%  og framlegð hækkaði um 12%
  * EBITDA hlutfall hækkaði milli ára úr 17,6% í 20%
  * Eiginfjárhlutfall nú 50%


Ómar Svavarsson, forstjóri:"Árið fer vel af stað og afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi er góð.  Tekjur
hækka á milli ára, EBITDA hækkar, hagnaður eykst og fjármagnsgjöld halda áfram
að lækka. Allt eru þetta jákvæð merki úr rekstrinum.

Mikilvæg verkefni hafa gengið vel það sem af er árinu. Vodafone hefur t.d. tekið
forystuna í 4G uppbyggingu á landinu og styrkt stöðu sína verulega á hagkvæman
hátt. Þá hefur uppbygging á nýju hágæða sjónvarpsdreifikerfi gengið samkvæmt
áætlun, en hún byggir á samningi við RÚV til næstu 14 ára. Stórir áfangar hafa
náðst í verkefninu þrátt fyrir krefjandi aðstæður og harðan vetur.

Fjórðungurinn markaði mikil tímamót í vöruframboði í farsímaþjónustu. Við
kynntum byltingarkennda vöru til leiks, Vodafone RED, en með henni var stigið
mikilvægt skref inn í nýja tíma. Um nokkurt skeið hefur blasað við að
hefðbundnar mælieiningar í farsímaþjónustu væru að úreldast og farsímanotkun
almennings væri að breytast verulega.  Með Vodafone RED hefur Vodafone tekið að
sér að leiða þá þróun hér á landi og bjóða viðskiptavinum að nýta þjónustuna á
föstu verði með tilheyrandi áhyggjuleysi sem margir hafa kallað eftir.

Breytingar sem urðu á lúkningarverðum um áramótin höfðu jákvæð áhrif á
reksturinn þar sem kostnaður félagsins lækkaði meira en tekjurnar og áttu þátt í
aukinni framlegð í rekstrinum. Þessi nýjasta breyting á lúkningarverðum er sú
síðasta í ferli sem staðið hefur í nokkur ár en er nú loks lokið.
Í heildina er ég mjög ánægður með fjórðunginn og tel félagið  vel í stakk búið
til að takast á við framtíðina."


[HUG#1783544]