2016-02-25 18:44:27 CET

2016-02-25 18:44:27 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landsbankinn hf. - Fyrirtækjafréttir

Landsbankinn hf. gefur út áhættuskýrslu fyrir 2015


Landsbankinn hefur gefið út áhættuskýrslu fyrir árið 2015. Í henni er gerð
ítarleg grein fyrir öllum þáttum áhættustýringar bankans og þeim aðferðum sem
hann beitir við mat á áhættu. Með áhættuskýrslunni fæst enn gleggri mynd af
stöðu bankans en áður. Skýrslunni er m.a. ætlað að veita upplýsingar um áhættu-
og eiginfjárstýringu bankans, samsetningu eiginfjár og aðra mikilsverða þætti á
þessu sviði. 

Þetta er í fjórða sinn sem Landsbankinn hefur gefið út sérstaka áhættuskýrslu
en áður hefur verið fjallað ítarlega um áhættustýringu í ársskýrslum bankans.
Skýrslan er á ensku og ber nafnið Risk and Capital Management 2015, Pillar III
risk report of Landsbankinn hf. 



Nánari upplýsingar veita:

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi, pr@landsbankinn.is og í síma 410 6263 / 899
3745 

Matthías P. Einarsson, fjárfestatengsl, ir@landsbankinn.is og í síma 410 7272