2016-02-25 22:00:35 CET

2016-02-25 22:00:35 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vátryggingafélag Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

Útboði vegna víkjandi skuldabréfa lokið


Í tilkynningu félagsins þann 17. janúar 2016 var greint frá því að gengið hefði
verið til samninga við Arctica Finance vegna útgáfu og sölu víkjandi
skuldabréfa.  Einnig var sagt frá því að Arctica hefði á þeim tímapunkti
skuldbundið sig gagnvart félaginu til að kaupa heildarvirði
skuldabréfaútgáfunnar fyrir hönd fjárfesta, en að félagið myndi í samvinnu með
Arctica halda lokað skuldabréfaútboð í þeim tilgangi að bjóða lífeyrissjóðum,
verðbréfasjóðum og öðrum fagfjárfestum að fjárfesta í skuldabréfunum. Þessu
skuldabréfaútboði lauk í dag kl. 17:00. 

Í boði voru 2.500 kr. en til viðbótar við framangreint tilboð í heildarvirði
útgáfunnar bárust tilboð fyrir 2.060 milljónir króna. Í heildina bárust því
tilboð fyrir 4.560 milljónir króna sem er 82% umframeftirspurn. Bindandi
kauptilboðið í heildarvirði útgáfunnar var því skorin niður um 68%. Skerðing
annarra fjárfesta var töluvert minni. Markaðsviðskipti Arctica Finance höfðu
umsjón með útboðinu. 

Hin nýju skuldabréf eru vaxtagreiðslubréf og bera 5,25% fasta verðtryggða
vexti. Skuldabréfin eru til 30 ára en í bréfunum er uppgreiðsluheimild og
þrepahækkun í vöxtum upp í 6,25% eftir 10 ár. 

Útgáfudagur verður hinn 29. febrúar nk. og er stefnt að því að skrá
skuldabréfin í Kauphöll á árinu 2016. 

Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Steinarr Gíslason hjá Markaðsviðskiptum
Arctica Finance og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.