2021-09-23 17:48:49 CEST

2021-09-23 17:48:49 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sjóvá-Almennar tryggingar hf - Breytingar á eigin hlutum félags

Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun – Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun – Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið

Í viku 38 keypti Sjóvá 1.396.142 eigin hluti að kaupverði 50.533.884 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
20.9.202109:33:08460.00036,8016.928.000
21.9.202111:20:43460.00036,0016.560.000
22.9.202110:57:417.00035,80250.600
22.9.202113:43:36449.27735,8016.084.117
23.9.202110:55:4210.00235,80358.072
23.9.202110:56:319.86335,80353.095
Samtals 1.396.142 50.533.884

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 20. ágúst 2021.

Sjóvá átti 26.879.902 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 28.276.044 eigin hluti eða sem nemur 2,12% af útgefnum hlutum í félaginu.

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun er nú lokið. Sjóvá hefur keypt samtals 6.679.559 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,50% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 249.999.972 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni máttu nema að hámarki 6.993.006 hlutum eða sem nemur 2,14% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð mátti þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is