2024-04-19 20:48:08 CEST

2024-04-19 20:48:09 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landsbankinn hf. - Niðurstöður hluthafafundar

Landsbankinn hf.: Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024


Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.

Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2023. Greiðslan er tvískipt og er fyrri gjalddagi hinn 24. apríl 2024 en sá seinni 16. október 2024. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2024 nema þar með 191,7 milljörðum króna.

Á fundinum, sem haldinn var í Reykjastræti 6, flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu stjórnar fyrir árið 2023. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um rekstur, stefnu og starfsemi bankans á liðnu starfsári.

Ársreikningur fyrir liðið starfsár var samþykktur, sem og tillögur um starfskjarastefnu og um kjör bankaráðsmanna. Fundurinn kaus ríkisendurskoðanda sem endurskoðanda félagsins fyrir rekstrarárið 2024. Í samræmi við heimildir ríkisendurskoðanda til að útvista verkefnum sínum hefur hann tilnefnt í framhaldi af útboði um verkefnið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. til að annast endurskoðun ársreikninga félagsins fyrir rekstrarárið 2024.

Eftirtaldir einstaklingar voru kjörnir aðal- og varamenn í bankaráð Landsbankans fram til næsta aðalfundar:

Aðalmenn:

Jón Þorvarður Sigurgeirsson (formaður)

Eva Halldórsdóttir

Kristján Þ. Davíðsson

Rebekka Jóelsdóttir

Steinunn Þorsteinsdóttir

Þór Hauksson

Örn Guðmundsson

Varamenn:

Sigurður Jón Björnsson

Stefanía G. Halldórsdóttir


Nánari upplýsingar veita:                

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi, samskipti@landsbankinn.is

Hanna Kristín Thoroddsen, fjárfestatengsl, fjárfestatengsl@landsbanki.is

Viðhengi