2014-04-03 18:47:23 CEST

2014-04-03 18:47:43 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Íslandsbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

Islandsbanki hf. : Flokkar sértryggðra skuldabréfa stækkaðir


+------------------------------------------------------------------------------+
|Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á útistandandi flokkum óverðtryggðra|
|sértryggðra skuldabréfa sem skráðir eru á NASDAQ OMX Iceland.  ISLA CB 15 var |
|stækkaður um 780.000.000  kr. á ávöxtunarkröfunni 6,40% en ISLA CB 16 um      |
|120.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 6,40%. Nýr fimm ára óverðtryggður flokkur,|
|ISLA CB 19, var einnig boðinn út í dag og seldust þar 540.000.000 kr. á       |
|ávöxtunarkröfunni 7,05%.                                                      |
|                                                                              |
|Heildarstærð ISLA CB 15 útgáfunnar er nú orðin 3,92  ma. kr. og ISLA CB 16 er |
|orðin 2,47  ma. kr. Alls hefur Íslandsbanki gefið út sex flokka sértryggðra   |
|skuldabréfa samtals að upphæð 27,37 ma. kr. frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum|
|bréfum í desember 2011.                                                       |
|                                                                              |
|Bréfin voru seld til breiðs hóps fagfjárfesta.  Heildareftirspurnin í útboðinu|
|var 1,98 ma. kr., en 73% tilboða var tekið. Stefnt er á að bréfin verði tekin |
|til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland þann 11. apríl næstkomandi. Viðskiptavakt  |
|fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréf Íslandsbanka er á vegum MP banka.    |
|                                                                              |
|Bréfin eru gefin út í samræmi við lög nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf |
|þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Tryggingasafnið að baki     |
|skuldabréfunum skal standast sérstök vikuleg álagspróf með tilliti til vaxta  |
|og gengis gjaldmiðla. Þá hefur Fjármálaeftirlitið sérstakt eftirlit með       |
|útgáfunum, sem einnig tilnefnir sjálfstæðan skoðunarmann til að sinna         |
|eftirliti. Skýrslur um tryggingasafnið að baki sértryggðu skuldabréfunum eru  |
|gefnar út ársfjórðungslega og má finna á vef Íslandsbanka.                    |
|                                                                              |
|Nánari upplýsingar veita:                                                     |
|                                                                              |
|  * Fjárfestatengill - Tinna Molphy, tinna.molphy@islandsbanki.is og í síma   |
|    440 3187 / 844 3187.                                                      |
|  * Upplýsingafulltrúi - Dögg Hjaltalín, dogg.hjaltalin@islandsbanki.is og í  |
|    síma 440 3925.                                                            |
|                                                                              |
|                                                                              |
+------------------------------------------------------------------------------+

[HUG#1774342]