2010-04-29 20:30:35 CEST

2010-04-29 20:31:38 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Ársreikningur

Ársuppgjör Eikar fasteignafélags hf. fyrir árið 2009


Eik fasteignafélag hf. birtir í dag ársuppgjör sitt að loknum stjórnarfundi þar
sem ársreikningur félagsins var samþykktir. 

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
- Hagnaður fyrirtækisins var neikvæður um 1.201 milljónir.
- Velta var 1.743,6 milljónir króna, sem er 3% lækkun.
- EBITDA var 1.128,2 milljónir króna, sem er 12,7% lækkun.
- Arðsemi eiginfjár var neikvæð um 49,4%.
- Heildareignir félagsins voru að andvirði 20 milljarðar króna.
- Víkjandi fjármagn, þ.e. eigið fé, víkjandi lán og tekjuskattsskuldbinding,
  var að andvirði 2.384 milljónir króna.
- Hlutfall víkjandi fjármagns var 11,9%
- Handbært fé frá rekstri var 394 milljónir króna.

Tap félagsins skýrist að öllu leiti af því að fasteignir félagsins lækkuðu
lítillega að nafnvirði (9,1% að raunvirði), á meðan verð- og gengistryggð lán
hækkuðu í takt við verðbólgu og veikingu krónunnar. 

Útleigan gekk vel á árinu miðað við aðstæður.  Leiguverð náði jafnvægi á seinni
hluta árs og óútleigðum einingum fór að fækka. 

Veruleg óvissa ríkir um fjármögnun félagsins.  Þar sem samningsbundnar
afborganir langtímalána eru mjög þungar og þörf er á endurfjármögnun á lánum,
sem hafa fallið á gjalddaga, hefur félagið hafið viðræður við kröfuhafa um
skuldbreytingar.  Líkleg niðurstaða úr þeim viðræðum er sú að óveðtryggðir
kröfuhafar muni breyta kröfum sínum í hlutafé.  Forráðamenn félagsins eru
bjartsýnir á að samkomulag náist þar sem það eru ríkjandi hagsmunir aðila að
félagið lendi ekki í greiðsluþroti. 

Frekari upplýsingar veitir:
Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
s. 590 2200 / 861 3027