2008-10-31 13:42:53 CET

2008-10-31 13:43:53 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Fyrirtækjafréttir

- Störf starfsmanna hérlendis varin með 10% launalækkun


Nýherji hefur ákveðið að bregðast við óvissu og breyttu efnahagsumhverfi
hérlendis með lækkun launa og rekstrarkostnaðar. Markmið þessara aðgerða er að
verja störf starfsmanna eins og kostur er í þeirri óvissu sem framundan er, en
jafnframt að ná fram umtalsverðri lækkun launakostnaðar þar sem  hann er
tæplega 80% af rekstrarkostnaði Nýherja. Í því skyni hefur eftirfarandi verið
ákveðið og kynnt starfs-mönnum Nýherja og dótturfélaga. 

•  Föst laun allra starfsmanna Nýherja og dótturfélaga á Íslandi lækka um 10%
   frá 1.  febrúar 2009. En eftir þann tíma halda starfsmenn 90% af sínum
   núverandi föstum mánaðarlaunum. Laun starfsmanna með grunnlaun, sem eru lægri
   en 300 þúsund krónur á mánuði munu hins vegar vera óbreytt. 
•  Laun forstjóra og framkvæmdastjóra lækka um 10% strax frá 1. nóvember
   samkvæmt þeirra ákvörðun.
•  Hugsanlegum samdrætti í verkefnum einstakra starfsmanna verður mætt með því
   að bjóða þeim hlutastörf. 

•  Nauðsynlegt hefur reynst nú í október að ganga frá starfslokum 15 af um 550
   starfsmönnum hérlendis vegna fyrirsjáanlegs samdráttar. 

•  Beitt verður ýtrasta aðhaldi varðandi almennan rekstrarkostnað og dregið úr
   þróunarkostnaði og öðrum útgjöldum eins og kostur er.
•  Ráðist hefur verið í sérstakt átak við að afla nýrra verkefna erlendis á
   sviði hugbúnaðarráðgjafar  og tækniþjónustu fyrir íslenska starfsmenn
   Nýherjasamstæðunnar. Er það m.a. gert með milli-göngu dótturfélaganna
   Applicon og Dansupport í Danmörku og Svíþjóð, en starfsmenn þessara
   fyrirtækja eru  um 170 og markaðsstaða sterk á þeirra heimamarkaði. 

Fjárhagsstaða Nýherja er traust og félagið hóflega skuldsett, en sú óvissa
staða sem nú er í íslensku efnahagslífi getur haft áhrif á tekjur og rekstur
félagsins. Gera verður ráð fyrir að viðskipti dragist saman á næstu mánuðum og
því mikilvægt að bregðast strax við og lækka kostnað til þess að mæta þeirri
óvissu, sem við blasir. 

Megináhersla stjórnenda fyrirtækja innan samstæðunnar á næstu mánuðum er að
skila viðunandi afkomu og renna þannig enn styrkari stoðum undir reksturinn og
störf starfsmannanna.