2016-04-07 20:03:20 CEST

2016-04-07 20:03:20 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Síminn hf. - Fyrirtækjafréttir

Síminn hf.: Niðurstaða fundar með skuldabréfaeigendum


Niðurstöður fundar Símans hf. með skuldabréfaeigendum í skuldabréfaflokknum
SKIPTI 13 01 sem haldinn var fimmtudaginn 7. apríl 2015 kl. 16:00 í Ármúla 25,
108 Reykjavík. 

1.   Ákveðið var að breyta skilmála í skuldabréfa í skuldabréfaflokknum SKIPTI
13 01 um heimild til fyrirframgreiðslu þannig að skilmálinn verði framvegis: 

Útgefanda er heimilt að greiða upp (fyrirframgreiða) skuldabréfin að hluta eða
öllu leyti á eftirfarandi gjalddögum: 

(i)             5. júlí 2017 gegn 1,25% gjaldi af fjárhæð þeirri sem þannig er
greidd fyrirfram. 

(ii)            5. janúar 2019 gegn 1% gjaldi af fjárhæð þeirri sem þannig er
greidd fyrirfram. 

(iii)           5. júlí 2020 gegn 0,75% gjaldi af fjárhæð þeirri sem þannig er
greidd fyrirfram. 

(iv)           5. janúar 2022 gegn 0,5% gjaldi af fjárhæð þeirri sem þannig er
greidd fyrirfram. 

2.   Ákveðið var að breyta skilmála í skuldabréfa í skuldabréfaflokknum SKIPTI
13 01 um sérstök skilyrði þannig að fjárhagslegum skilyrðum um skuldsetningu og
eiginfjárhlutfall er breytt og verði framvegis: 

I. Skuldsetning. Að vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé deilt með
rekstrarhagnaði fyrir vaxtagreiðslur, skattgreiðslur og afskriftir (e. EBITDA)
án einskiptisliða undangengins árs skal vera lægra en 3,5. Handbært fé þýðir: 

(A) seðla, mynt, bankainnstæður og skammtímaverðbréf sem (i) bundið er til
skemmri tíma en þriggja mánaða, (ii) lítil óvissa er um verðmæti þeirra og/eða
(iii) sala eða innlausn bréfanna er ráðgerð innan þriggja mánaða, og 

(B) eftirfarandi liðir að því tilskyldu að (i) tilgangur hafi verið að festa
laust fé í eftirfarandi í því skyni að ávaxta það til skamms tíma, (ii)
endurskoðendur samþykki að það teljist til handbærs fjár og (iii) líftími, eða
líftími undirliggjandi eigna, er minni en 1 ár frá kaupdegi og/eða að innlausn
eða sala geti ávallt átt sér stað innan 12 mánaða frá kaupdegi, 

1. skuldabréf og víxlar, sem gefin eru út af ríkissjóði, aðilum með ríkisábyrgð
eða tryggðir með ríkisábyrgð, 

2. hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða í skilningi laga
um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði nr. 128/2011, og 

3. peningamarkaðsskjöl í skilningi b. liðar 2. tl. 1. mgr. 2. gr. laga um
verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. 

II.  Eiginfjárhlutfall. Eigið fé sem hlutfall af heildareignum skal vera að
lágmarki 25%. 

3.   Ákveðið var að breyta skilmála í skuldabréfa í skuldabréfaflokknum SKIPTI
13 01 um gjaldfellingarheimildir þannig að nýjum skilmála er bætt við í nýrri
málsgrein (ii) j: 

Veðsetningarbann: Útgefandi veitir veðréttindi umfram veðréttindin án fyrirfram
samþykkis 67% skuldabréfaeigenda (að fjárhæð en ekki höfðatölu). 

4.   Ákveðið var að staðfesta heimild félagsins og Arion banka hf., sem
reikningsstofnunar, til að undirrita viðauka við útgáfulýsingu
skuldabréfaflokksins SKIPTI 13 01, þar sem gerð er grein fyrir þeim breytingum
sem samþykktar voru á fundi skuldabréfaeigenda. Slíkur viðauki skal birtur hjá
Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. 

Frekari upplýsingar veita Helgi Þorsteinsson, forstöðumaður fjárstýringar, í
farsíma 892 6699 og Óskar Hauksson, fjármálastjóri, í farsíma 899 6169.