2016-04-12 18:15:32 CEST

2016-04-12 18:15:32 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Niðurstöður hluthafafundar

Eik fasteignafélag hf. : Niðurstöður aðalfundar Eikar fasteignafélags hf. 2016


Aðalfundur  Eikar fasteignafélags hf. var  haldinn þriðjudaginn 12. apríl 2016 á
20. hæð í Turninum, Smáratorgi 3.

Tillögur     stjórnar     sem     lágu     fyrir     fundinn    má    finna    á
www.eik.is/fjarfestar/hluthafar
    1.    Ársreikningur

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2015.

    2.    Ráðstöfun hagnaðar félagins á rekstrarárinu 2015

Aðalfundur  samþykkti tillögur stjórnar  um að greiða  út 820.000.000 kr. í arð.
Arðsákvörðunardagur  er 12. apríl 2016 sem þýðir að skráðir hluthafar í lok dags
14. apríl  2016 (arðsréttindadagur) eiga  rétt á  arðgreiðslu. Arðleysisdagur er
því  13. apríl  2016 sem  er  fyrsti  viðskiptadagur  eftir arðsákvörðunardag og
útborgunardagur er 25. maí 2016.

    3.    Starfskjarastefna félagsins

Aðalfundur  samþykkti  starfskjarastefnu  félagsins  eins  og hún var lögð fyrir
fundinn.

    4.     Kjör stjórnar og  ákvörðun um þóknun  til stjórnar fyrir störf þeirra
fyrir komandi starfsár

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins:

  * Agla Elísabet Hendriksdóttir
  * Arna Harðardóttir
  * Eyjólfur Árni Rafnsson
  * Frosti Bergsson
  * Guðrún Bergsteinsdóttir


Aðalfundur samþykkti að stjórnar- og nefndarlaun verði:
Laun  hvers  stjórnarmanns  nemi   250.000 kr.  á mánuði og stjórnarformaður fái
greidd tvöföld laun eða 500.000 kr. á mánuði.
Laun  nefndarmanna í starfskjaranefnd  verði 200.000 kr. á  ári og laun formanns
starfskjaranefndar verði 300.000 kr. á ári.
Laun nefndarmanna endurskoðunarnefndar verði ákveðin af stjórn félagsins.
    5.    Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags

Aðalfundur  samþykkti  að  KPMG  ehf.  yrði endurkjörið endurskoðunarfélag Eikar
fasteignafélags hf.

    6.    Önnur mál sem löglega eru fram borin

Engin  önnur mál voru  tekin til afgreiðslu  á fundinum og  var honum slitið kl.
16:10.


[HUG#2002474]