2017-04-12 14:03:30 CEST

2017-04-12 14:03:30 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Rangárþing ytra - Ársreikningur

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2016


Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2016 er lagður fram til fyrri umræðu í  sveitarstjórn miðvikudaginn 12. apríl 2017 og vísað til síðari umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn í samræmi við sveitarstjórnarlög.

Ársreikningurinn hefur að geyma ársreikning fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, það er A og B hluta sbr. 60 gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011.

Í A hluta er starfsemi sem að hluta, eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni b.s. og Suðurlandsvegur 1-3 ehf.

Samkvæmt rekstrarreikningi 2016 námu rekstrartekjur A og B hluta 1.633,5 millj. kr. samanborið við 1.431 millj. kr. árið 2015. Hækkun milli ára er 14,1%.

Rekstrargjöld A og B hluta eru laun, annar rekstarkostnaður og afskriftir sem námu samtals 1.278,9 millj.kr., en voru 1.183 millj. kr. á árinu 2015. Hækkun frá fyrra ári nemur 8,1%.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2016 námu 86,3 millj. kr. samanborið við 81,9 millj. kr. árið 2015. Rekstrarniðurstaða ársins er því jákvæð um 187 millj. kr. fyrir A og B hluta samanborið við 100 millj. kr. á árinu 2015.