2010-04-27 18:24:24 CEST

2010-04-27 18:25:26 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Kópavogsbær - Ársreikningur

Ársreikningur 2009


Þrátt fyrir erfitt rekstrarár hefur tekist að halda uppi þjónustustiginu

Þeir erfiðleikar sem hafa verið á alþjóðlegum og innlendum fjármálamörkuðum
setja mark sitt á fjárhag Kópavogsbæjar vegna ársins 2009. Þrátt fyrir erfitt
rekstrarár, kostnaðarhækkanir og fleira, hefur þó með hagræðingu og
útsjónarsemi tekist að halda uppi þjónustustigi í bænum. Íbúum Kópavogsbæjar
fjölgaði um 357 frá fyrra ári eða um 1,2%. Þeir voru 30.314 þann 1. desember
2009. 

Ársreikningurinn kemur til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag.

Rekstrarafgangur af A-hluta var um 1,5 milljarðar að undanskildum
fjármagnskostnaði, afskriftum og gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga. Sé hins
vegar A og B-hluti ársreikningsins skoðaður er niðurstaðan neikvæð upp á um 4
milljarða. 

Þar skiptir mestu máli neikvæðir fjármagnsliðir upp á um 3,9 milljarða,
bakfærðar tekjur vegna lóðaskila upp á um 900 milljónir og gjaldfærsla
lífeyrisskuldbindinga upp á um 415 milljónir. 

Vert er að geta þess að lóðaúthlutanir framan af ári gengu vel og námu tekjur
vegna þeirra um 2,5 milljörðum króna. Þegar upp var staðið voru lóðaskilin hins
vegar meiri. 

Eigið fé bæjarfélagsins í árslok 2009 nam tæpum sex milljörðum og var
eiginfjárhlutfall bæjarins um 12%. 

Reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga hefur unnið að breytingum á
reglum um meðferð leigusamninga fasteigna og færslu á lóðum og löndum í
bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga. Sveitarfélögum verður frá og með
árinu 2010 gert skylt að færa í bækur sínar leiguskuldbindingar og leigðar
fasteignir, auk þess að færa til eignar lóðir og lendur sem þau hafa
leigutekjur af. Þessar lóðir hafa ekki verið eignfærðar í reikningsskilum
sveitarfélaga hingað til. 

Ætla má að eigið fé í efnahagsreikningi Kópavogsbæjar, hvort sem litið er til
A- eða B hluta, myndi nema um 4,6 milljörðum hærri fjárhæð en ella í árslok 2009
ef þessum uppgjörsreglum væri beitt og eiginfjárhlutfallið verða um 21%. 

Nánari upplýsingar veitir: Arna Schram, forstöðumaður almannatengsla
Kópavogsbæjar. 
Sími: 696 0663