2017-10-26 19:20:56 CEST

2017-10-26 19:20:56 CEST


REGLERAD INFORMATION

Isländska
N1 hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

N1 hf: Niðurstöður hluthafafundar 26. október 2017


Hluthafafundur N1 hf. var haldinn þann 26. október 2017 klukkan 16:00 í
höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi. Á fundinum var samþykkt
tillaga um kaup félagsins á öllu hlutafé í Festi hf. Þá var jafnframt samþykkt
tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé til að mæta hluta
kaupsamningsgreiðslna við kaupin á Festi hf.

Hin samþykkta tillaga felur í sér að stjórn félagsins er veitt heimild til þess
að gefa út nýja hluti í félaginu að nafnverði allt að kr. 84.782.609 á genginu
115. Forkaupsréttur hluthafa að hækkuninni er felldur niður, en þess í stað, ef
til kemur, er SF V slhf. veittur áskriftarréttur að allri hækkuninni, eins og
nauðsynlegt reynist, til þess að hægt verði að standa við uppgjör á kaupsamningi
um kaup N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf., frá 3. október 2017, en hluti
kaupverðsins er greiddur með nýjum hlutum í N1 hf. Heimild þessi til stjórnar
stendur til 31. desember 2018. Gerð skal skráningarlýsing vegna hinna nýju hluta
ef til útgáfu þeirra kemur.

Á hluthafafundi í SF V slhf. hinn 26. október 2017 var tillaga um sölu á öllu
hlutafé í Festi hf. til N1 hf. samþykkt. Hefur þar með öllum fyrirvörum vegna
viðskiptanna, fyrir utan samþykki Samkeppniseftirlitsins, verið aflétt.

Meðfylgjandi eru uppfærðar samþykktir félagsins.


[]