2010-04-06 15:17:32 CEST

2010-04-06 15:18:32 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Moody‘s breytir horfum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur


Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum í mati á lánshæfi Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) úr stöðugum í neikvæðar. Ástæða breytingarinnar, að því er
kemur fram í frétt Moody‘s, er breyting á lánshæfismati ríkissjóðs, úr stöðugum
horfum í neikvæðar, og tilkynnt var um fyrr í dag.
Breytt einkunn hefur engin áhrif á kjör gildandi lánasamninga OR og standa
traustir tekjustraumar fyrirtækisins undir skuldbindingum þess. 

OR birti nýverið ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2009. Endurspeglar hann
verulegan viðsnúning í rekstrinum á síðasta fjórðungi ársins 2009. Frá áramótum
hafa ýmsar ytri aðstæður rekstursins þróast til hagfelldari vegar; gengi
krónunnar hefur styrkst, bandaríkjadalur hefur styrkst gagnvart evru, álverð
hefur haldist hátt og er hærra en gert er ráð fyrir í áætlunum fyrirtækisins. 

Frétt Moody's er í viðhengi.

frétt moodys.pdf