2007-12-19 12:38:42 CET

2008-01-11 11:00:38 CET


REGULATED INFORMATION

Glitnir banki hf. - Fyrirtækjafréttir

- Norska fjármálaráðuneytið samþykkir samruna Glitnir Bank ASA og BNbank


Norska fjármálaráðuneytið samþykkti samruna Glitnis Bank ASA og BNbank þann 12.
desember síðastliðinn. Samruninn sem kallaður hefur verið Albatross verkefnið
verður þar af leiðandi á áætlun og mun ljúka í byrjun mars á næsta ári. 

Hinum sameinaða banka hefur jafnframt verið heimilað að yfirtaka öll hlutabréf
í Glitnir Factoring ASA, Glitnir Securities ASA og 70% hluta í Glitnir Property
Holding AS með dótturfyrirtækinu Glitnir Property Group AS, sem á
fasteignafélögin Union Eiendomskapital AS og Glitnir Norsk Næringsmegling AS. 

Morten Björnsen, framkvæmdastjóri bankastarfsemi Glitnis á Norðurlöndunum hafði
þetta að segja um niðurstöðuna:  “Ég er ánægður með niðurstöðu ráðuneytisins en
hún staðfestir að það hefur verið vandað til alls undirbúnings þessa verkefnis
og ég óska öllum sem hafa tekið þátt í því til hamingju.  Þetta þýðir að
samrunaáætlunin stenst og formlegum samruna verður lokið þann 1. mars. Öll
helstu verkefni eru samkvæmt áætlun og við eigum því öll skilið að komast í
gott jólafrí.” 
 
Frekari upplýsingar veitir:
Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, í síma 440 4989.