2008-08-26 00:48:33 CEST

2008-08-26 00:49:35 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Atorka Group hf. - Ársreikningur

Sex mánaða uppgjör 2008


Helstu niðurstöður úr 6 mánaða uppgjöri Atorku Group hf.:

Samstæðureikningur:
•  Tap eftir skatta í samstæðureikningum Atorku Group hf., á öðrum ársfjórðungi
   var 1.551 milljónir króna. 
•  Tap eftir skatta í samstæðureikningum Atorku Group hf., á fyrri helmingi
   ársins var 8.719 milljónir króna, sem má að stærstum hluta rekja til
   mikillar veikingar krónunnar. 
•  Tekjur á fyrstu 6 mánuðum ársins voru 46 milljarðar króna.
•  Heildareignir samstæðunnar í lok júní voru 115 milljarðar króna.
•  Eigið fé var 1,1 milljarður í lok júní.

Móðurfélagsreikningur:
•  Tap eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins var 2.055 milljónir króna.
•  Tap eftir skatta á fyrri helmingi ársins var 3.924 milljónir króna.
•  Heildareignir í lok júní voru 57 milljarðar króna. 
•  Eigið fé var 17,2 milljarðar króna í lok júní.
•  Eiginfjárhlutfall í lok júní var um 30,2%.

Magnús Jónsson forstjóri Atorku:
„Þrátt fyrir lækkanir á skráðum eignum þá horfum við bjartsýnum augum á
eignasafn félagsins til lengri tíma.  Ég tel að aukin áhersla félagsins á
endurnýtanlega orku, vatnshreinsigeirann og umhverfistækni muni skila góðri
arðsemi til framtíðar litið.  Á fjórðungnum tók Atorka þátt í að breikka
hluthafahóp Geysis Green Energy með aðkomu öflugra aðila að félaginu.  Jafnframt
tók Atorka þátt í hlutafjáraukningu til stuðnings frekari vaxtar félagsins. 
Önnur fjárfestingaverkefni Atorku ganga í samræmi við áætlanir, þrátt fyrir
krefjandi ytri aðstæður.“ 

Helstu viðburðir 
•  Unnið er að áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi Geysis Green Energy í
   Bandaríkjunum, Þýskalandi, Íslandi og Kína. 
•  Eigið fé Geysis Green Energy hefur verið aukið um rúma fimm milljarða ISK,
   m.a. með aðkomu Wolfensohn & Co. og Ólafs Jóhanns Ólafssonar.  Atorka er
   stærsti hluthafinn með um 40% hlut. 
•  Geysir Green Energy jók við hlut sinn í Exorku og eignaðist félagið að fullu.
   Exorka er stærsti eigandi vinnsluleyfa á jarðvarma í Þýskalandi. 
•  Áframhaldandi mikill vöxtur hjá Jarðborunum á Íslandi og í Þýskalandi. 
   Félagið hefur m.a. gengið til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um
   boranir fyrir um 13 milljarða ISK. 
•  Hekla Energy GmbH, dótturfélag Jarðborana í Þýskalandi er að ljúka við fyrstu
   borholuna í borverkefni fyrir Exorku í suður Þýskalandi. 
•  Afkoma Promens er í samræmi við væntingar og fyrirtækið hefur náð að halda
   framlegð þrátt fyrir mikla hækkun á hráefnisverðum sem tengd eru hækkun
   olíuverðs. 
•  Mikill árangur hefur náðst í lækkun framleiðslukostnaðar hjá Promens sem mun
   skila sér í hærri framlegð til framtíðar. 
•  Promens hlaut nýlega tvenn verðlaun fyrir hönnun á umbúðum fyrir
   snyrtivöruframleiðendur og hefur félagið einkaleyfi á þeirri hönnun. 
•  Promens hefur tekið í notkun nýja verksmiðju í Nitra í Slóvakíu fyrir
   framleiðslu á íhlutum fyrir bílaiðnaðinn. 
•  Verulegur vöxtur hefur verið hjá Romag á sérsniðnum BIPV (Building Integrated
   Photovoltic).  Félagið mun fjölga framleiðslulínum úr 2 í 4 fyrir árslok.
   Um 80% af veltu Romag er utan Bretlands. 
•  Umtalsverð veltuaukning hefur verið á öllum markaðssvæðum Amiad.  Aukin
   áhersla er á stækkun félagsins með ytri og innri vexti en nýlega keypti
   Amiad fyrirtæki í Tyrklandi sem styrkir félagið á nýju markaðssvæði. 
•  Asia Environment Holdings hefur gert samning um að byggja 6
   vatnshreinsistöðvar fyrir Jiangsu hérað í Kína.  Stjórnvöld í Kína hafa
   ákveðið að fjárfesta fyrir um 150 milljarða USD til auka gæði vatns í
   Kína.  YTL Corporation í Malasíu gerðist kjölfestufjárfestir í félaginu í
   hlutafjárútboði og er með 12% hlut.   YTL á og rekur stór
   vatnshreinsifyrirtæki í Bretlandi og Asíu. 
•  Mikill árangur hefur náðst við uppbyggingu á Interbulk.  Sérstök áhersla er á
   vöxt félagsins í Asíu og Rússlandi og félagið ráðið til sín öfluga
   stjórnendur á þeim mörkuðum. 
•  Mikil uppbygging hefur verið á dreifingarhluta NWF og hefur fyrirtækið byggt
   nýtt vöruhús sem tekur 60.000 bretti.  Þessi hraða uppbygging á
   dreifingarhlutanum hafði áhrif á afkomu síðasta árs á meðan verið var að
   fylla vöruhúsin. 
•  Afkoma og starfsemi Atorku endurspeglast í móðurfélagsreikningi en ekki í
   samstæðureikningi. Því eru ákvarðanir teknar út frá móðurfélaginu, til að
   mynda gengisvarnir sem verja fjárfestingar móðurfélagsins fyrir sveiflum á
   gjaldeyrismarkaði en koma nú fram sem tap í samstæðureikningi við veikingu
   krónunnar. 
•  Lausafjárstaða félagsins er áfram góð og nam handbært fé og óádregnar
   lánalínur rúmum 8 milljörðum króna í lok júní 2008. 

Framtíðarhorfur
Horfur í fjárfestingarverkefnum Atorku eru góðar. Áfram verður lögð áhersla á
að styðja og stækka þau fjárfestingarverkefni sem eru í eignasafni félagsins.
Mörg fjárfestingarverkefni Atorku eru á vaxtarmörkuðum, s.s. á sviði
endurnýtanlegrar orku, vatnshreinsiiðnaðar og umhverfistækni sem eru í örum
vexti vegna hnattrænnar þróunar. Unnið er að hraðri uppbyggingu hjá Geysi Green
Energy og sér Atorka mikil tækifæri í frekari verðmætasköpun í því félagi.
Promens mun áfram vinna að frekari vexti með „buy and build“ með áherslu á
Austur Evrópu. Sterk fjárhagsstaða Atorku gefur félaginu tækifæri á að styðja
við núverandi fjárfestingarverkefni ásamt því að skoða ný tækifæri sem skapast
hafa við núverandi markaðsaðstæður. 

Nánari upplýsingar veita;
Magnús Jónsson, 
forstjóri í síma 540 6200 

Harpa Þorláksdóttir
forstöðumaður samskiptasviðs í síma 840 6212


Reikninga Atorku Group má finna á heimasíðu félagsins www.atorka.is