2011-09-15 19:14:51 CEST

2011-09-15 19:15:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
HS Orka hf - Fyrirtækjafréttir

FRÉTTATILKYNNING


Vegna virkjunarleyfis vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar

Í dag, 15. September 2011,  afhenti Orkustofnun HS Orku hf virkjunarleyfi vegna
stækkunar Reykjanesvirkjunar í 180 MW. HS Orka sótti fyrir tæpum tveimur árum
um virkjunarleyfi fyrir 50 MW gufuhverfli sem er sömu gerðar og þeir tveir sem
fyrir eru og 30 MW vegna hverfils sem myndi auka nýtingu þeirrar orku betur sem
þegar er tekin úr jarðhitageyminum. Það leyfi sem nú var gefið út heimilar
fulla nýtingu 30 MW hverfilsins en takmarkar meðal heildarnýtingu hinna þriggja
50 MW hverfla við samtals 140 MW. Orkustofnun miðar þetta við orkuupptekt úr
sérstöku miðsvæði sem stofnunin hefur skilgreint en finnist nýtanleg orka utan
þessa miðsvæðis má nýta hana til þess að auka nýtinguna uns fullri nýtingu (150
MW) er náð. Auk þessara takmarkana eru í leyfinu ýmis ákvæði m.a. um aukna
niðurdælingu og endurskoðun nýtingar að 5 árum liðnum í ljósi m.a. orkuöflunar
utan miðsvæðis. 



HS Orka vinnur áfram að framgangi orkusölusamninga í tengslum við stækkun
Reykjanesvirkjunar, m.a. við Norðurál Helguvík sf. Í haust er að vænta
niðurstöðu gerðardóms vegna ágreinings HS Orku og Norðuráls um orkusölu. 



Megináhersla HS Orku til stækkunar Reykjanesvirkjunar er nú að vinna að
fjármögnun verkefnisins og tryggja orkusölu og er þess vænst að þeir áfangar
náist á næstu mánuðum. 



Nánari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson, forstjóri HS hf, í síma 422 5200 eða
860 5208.