2015-10-28 16:44:20 CET

2015-10-28 16:45:27 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf. : Áframhaldandi hagnaðaraukning og traustur rekstur


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2015 var samþykktur
af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. október 2015.

  * Besti ársfjórðungur sögunnar hvort sem litið er til tekna eða hagnaðar
  * Hagnaður á ársfjórðungnum nam 502 m.kr. og jókst um 5% - hagnaður á fyrstu
    níu mánuðum ársins nam 1.038 m.kr. og jókst um 26% á milli ára
  * EBITDA hagnaður nam 1.026 m.kr. á ársfjórðungnum og hækkaði um 3 m.kr. á
    milli ára - EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.521 m.kr. sem er hækkun
    um 8%
  * Tekjuaukning var 2% á ársfjórðungnum og 3% á fyrstu níu mánuðum ársins
  * Framlegð stendur í stað á ársfjórðungnum á milli ára - hækkun 3% á fyrstu
    níu mánuðum ársins
  * Rekstrarkostnaður lækkaði um 5 m.kr. á ársfjórðungnum og því á pari á milli
    ára
  * Eiginfjárhlutfall var 57,9%
  * Handbært fé frá rekstri 16% hærra en á sama tímabili 2014

Stefán Sigurðsson, forstjóri:"Rekstur  félagsins  stóð  áfram  traustum  fótum  á  þriðja fjórðungi ársins og
hagnaður  hélt áfram að aukast. Tekjur  samstæðunnar jukust einkum af sjónvarpi,
interneti  og vörusölu  í takt  við áherslu  félagsins á  að færa viðskiptavinum
nýjungar á þessum sviðum. Vöxtur var í tekjum af farsíma á Íslandi en samdráttur
í Færeyjum þar sem verð lækkuðu mikið í kjölfar harðrar verðsamkeppni á færeyska
markaðnum.  Þrátt fyrir þetta er þriðji fjórðungur besti ársfjórðungur í sögunni
hvort sem litið er til tekna eða hagnaðar sem mjög ánægjuleg niðurstaða.

Starfsemi  ársfjórðungsins  einkenndist  af  mikilli  þróun  á sjónvarpsþjónustu
Vodafone. Nýtt og endurbætt Vodafone Sjónvarp var kynnt til leiks í september og
þar nýjar áskriftarleiðir sem hefur verið vel tekið. Breytingarnar fólust í nýju
viðmóti  og auknu efnisúrvali meðal  annars þremur Vodafone PLAY sjónvarpspökkum
og úrvalsefni frá sjónvarpsþjónustunni Cirkus. Á tímabilinu hóf Vodafone að færa
viðskiptavinum  sínum  500Mbps tengingar  yfir  ljós  í  samvinnu við Gagnaveitu
Reykjavíkur,  hröðustu  tengingar  sem  bjóðast  einstaklingum á Íslandi. Mikill
undirbúningur  átti sér stað á fjórðungnum í tengslum við sölu Vodafone á Office
365, í samstarfi við Microsoft og Vodafone Group, sem hefst á næstu vikum.

Uppbygging háhraðaþjónustusvæðis félagsins hélt jafnframt áfram af fullum krafti
á  þriðja  ársfjórðungi.  Á  meðal  svæða  til  að  4G Vodafone  væðast eru m.a.
Stykkishólmur  og landið og  miðin út frá  Langanesi auk stórbætts netsambands í
Borgarbyggð.  Við merkjum mikla ánægju með  þessa uppbyggingu sem eykur lífsgæði
til sjós og lands."


[HUG#1962155]