2014-03-14 17:53:53 CET

2014-03-14 17:54:54 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
CCP hf. - Ársreikningur

Afkoma CCP hf árið 2013


Tekjur og framlegð félagsins hækkuðu verulega árið 2013 og endaði félagið árið
með 14,9 milljónir Bandaríkjadala í handbært fé eftir að hafa greitt niður
langtímaskuldir fyrir um 2,1 milljón Bandaríkjadala. Auknar afskriftir og
niðurfærsla óefnislegra eigna hefur neikvæð áhrif á afkomu ársins, en ekki
fjárstreymi félagsins. 



Lykiltölur

· Tekjur ársins 2013 námu 76,7 milljónum Bandaríkjadala, aukning um 17,5% frá
árinu 2012 

· Framlegð nam 69,8 milljónum Bandaríkjadala, aukning um 15,5% frá árinu 2012

· EBITDA ársins nam 19,8 milljónum Bandaríkjadala, aukning um 20,5% frá árinu
2012, og nemur um 25,9% af tekjum. 

· Bókfært tap ársins nam 21,3 milljónum Bandaríkjadala, sem er tilkomið vegna
aukningar í afskriftum og niðurfærslu óefnislegra eigna. Þessi niðurfærsla
hefur ekki árhif á fjárstreymi félagsins. 



Ársuppgjör 2013

Tekjur ársins 2013 námu 76,7 milljónum Bandaríkjadala miðað við 65,3 milljónir
dala árið 2012, aukning um 17,5% (sem er mesti vöxtur síðan árið 2009).
Framlegð nam 69,8 milljónum Bandaríkjadala miðað við 60,5 milljónir dala árið
áður, sem er aukning um 15,5%. Gjaldfærður rannsóknar- og þróunarkostnaður
jókst um 40 milljónir Bandaríkjadala vegna verulegrar aukningar í afskriftum
auk niðurfærslu á eignfærðum þróunarkostnaði frá fyrri tímabilum. Þessi
niðurfærsla, sem nemur alls 21,5 milljónum dala án skattaáhrifa, á sinn þátt í
því að félagið skilar bókfærðu tapi og er liður í endurskoðun á þróunarferlum
og vöru áætlunum félagsins fyrir árið 2014 og komandi ár. CCP hf skilaði 19,8
milljónum Bandaríkjadala í EBITDA hagnað árið 2013, miðað við 16,4 milljónir
dala árið 2012, sem samsvarar 20,5% hækkun. 



Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri:

“Árið 2013 var mikilvægt ár fyrir CCP. EVE Online fagnaði tíu ára afmæli sínu á
árinu og fóru áskrifendur leiksins í fyrsta sinn yfir 500.000, við gáfum út
DUST 514 fyrir PlayStation3 og við hófum þróun á nýjum leik; EVE: Valkyrie. 

Árangur ársins leiddi til metárs í tekjum félagsins og stuðlaði að heilbrigðum
vexti þess. Hins vegar leiddi niðurfærsla óefnislegra eigna til bókfærðs taps á
árinu. 

Þessi óefnislega niðurfærsla er rétt ákvörðun á réttum tíma. Við erum að gera
upp fortíðina og taka tillit til breyttra forsenda og áherslubreytinga sem
orðið hafa með það að leiðarljósi að styrkja og efla rekstur félagsins, sem og
að skapa starfsfólki okkar og þróunarteymum réttar aðstæður til framtíðar. 

Við erum nú komin á nýjan áratug fyrir EVE Online og EVE heiminn og ég er
sannfærðari en nokkru sinni fyrr að okkar bestu verk og stærstu tækifæri eru
framundan.” 




Frekari upplýsingar:

Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP
Netfang: eldar@ccpgames.com
Sími 869 8179