2009-02-27 19:23:39 CET

2009-02-27 19:24:48 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2008



Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2008 var í dag, 27. febrúar 2009,
samþykktur og áritaður af stjórn fyrirtækisins.

Rekstrarafkoma Orkuveitu Reykjavíkur  fyrir fjármagnsliði, skatta  og
afskriftir, EBITDA, árið 2008 var  jákvæð um 11,7 milljarða króna  og
batnaði  um  17,5%  frá   árinu  2007.  Afkoma  fyrirtækisins   fyrir
fjármagnsliði, skatta og afskriftir er sú besta í tíu ára sögu  þess,
hvort sem  miðað er  við fjárhæð  eða hlutfall  af veltu.  Það  ræðst
alfarið af auknum  tekjum af raforkusölu  til stórnotenda í  erlendri
mynt.

Reiknað gengistap,  vegna veikingar  íslensku krónunnar,  nemur  88,1
milljarði króna  og  hefur  afgerandi  áhrif á  afkomu  og  eigið  fé
fyrirtækisins. Frá síðustu áramótum hefur gengi krónunnar styrkst  og
nemur gengishagnaður Orkuveitu  Reykjavíkur á  árinu 26,4  milljörðum
króna.

Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur  var neikvæð um  73,0 milljarða króna  á
árinu 2008 og eiginfjárhlutfall um  áramót 18,6%. Frá áramótum  hefur
það hækkað umtalsvert í samræmi  við styrkingu íslensku krónunnar  um
13,5% frá 1. janúar 2009 til 26. febrúar 2009.

Lausafjárstaða  Orkuveitu  Reykjavíkur   er  sterk.  Vaxandi   tekjur
fyrirtækisins í  erlendri  mynt  gera  því  kleift  að  standa  undir
greiðslum vegna erlendrar lántöku þrátt fyrir gengissveiflur.
Ársreikningurinn    er    gerður    í    samræmi    við    alþjóðlega
reikningsskilastaðla.

Helstu niðurstöður ársins 2008

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur var með  73.037 milljóna króna halla  á
árinu 2008 samanborið við 6.516 milljóna króna hagnað 2007.

Rekstrartekjur ársins  námu 24.168  milljónum  króna en  voru  21.364
milljónir króna árið áður.

Hagnaður fyrirtækisins  fyrir  fjármagnsliði, skatta  og  afskriftir,
EBITDA, var  11.652 milljónir  króna samanborið  við 9.914  milljónir
króna árið áður.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 92.523  milljónir króna á árinu,  en
voru jákvæðir um 4.055 milljónir króna árið 2007.

Heildareignir þann 31. desember 2008 voru 259.373 milljónir króna  en
voru 191.491 milljón króna í árslok 2007.

Eigið fé þann  31. desember 2008  var 48.359 milljónir  króna en  var
88.988 milljónir króna í árslok árið 2007.

Heildarskuldir fyrirtækisins  þann  31. desember  2008  voru  211.015
milljónir króna samanborið við 102.503 milljónir króna í árslok 2007.

Eiginfjárhlutfall var 18,6%  þann 31.  desember 2008 en  var 46,5%  í
árslok 2007.

Horfur
Þrátt fyrir umrót á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum er rekstur
Orkuveitu Reykjavíkur   traustur og  lausafjárstaða sterk.  Áfram  er
unnið að stækkun Hellisheiðarvirkjunar á árinu 2009 og er áformað  að
taka síðasta  áfanga  raforkuframleiðslu  hennar í  notkun  á  fyrsta
ársfjórðungi 2011.  Uppbygging  annarra  virkjana  mun  taka  mið  af
aðgengi fyrirtækisins að lánsfé til fjárfestinga, þeim lánskjörum sem
í boði verða og eftirspurn á markaði.

Helstu áhrifaþættir á afkomu Orkuveitu Reykjavíkur eru gengi íslensku
krónunnar, fjármagnskostnaður í erlendum myntum, innlend verðbólga og
álverð á  alþjóðamarkaði. Alþjóðlegir  vextir  hafa þegar  lækkað  og
hagspár gefa til kynna  að aðrir þættir  þróist til hagstæðari  vegar
fyrir rekstur og efnahag fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur  B. Kvaran, forstjóri  Orkuveitu
Reykjavíkur, í síma 516-6000.




Orkuveita Reykjavíkur - ársreikningur 2008

Allar tölur eru í milljónum kr.
                                           2008         2007
Rekstrarreikningur                    1.1-31.12    1.1-31.12

Rekstrartekjur                           24.168       21.364
Rekstrargjöld                          (12.517)     (11.449)
Rekstrarhagn. f. afskr. (EBIDTA)         11.652        9.914
Afskriftir                              (6.953)      (5.538)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)     (92.523)        4.055
Áhrif hlutdeildarfélaga                   (276)        (121)
(Tap) hagnaður fyrir skatta            (88.101)        8.310
Tekjuskattur                             15.064      (1.794)
(Tap) hagnaður ársins                  (73.037)        6.516

Skipting (taps) hagnaðar
Eigendur móðurfyrirtækisins            (72.960)        6.509
Hlutdeild minnihluta                       (77)            7
(Tap) hagnaður ársins                  (73.037)        6.516

Handbært fé frá rekstri                   7.699        7.425



Efnahagsreikningur                   31.12.2008   31.12.2007

Fastafjármunir                          252.618      182.284
Veltufjármunir                            6.755        9.207
Eignir                                  259.373      191.491

Eigið fé                                 48.359       88.988
Langtímaskuldir og skuldbindingar       196.589       93.205
Skammtímaskuldir                         14.425        9.298
Eigið fé og skuldir                     259.373      191.491

Kennitölur
   Veltufjárhlutfall                       0,47         0,99
   Eiginfjárhlutfall                      18,6%        46,5%