2016-04-27 18:17:03 CEST

2016-04-27 18:17:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf. : Hækkun launakostnaðar og hagræðingaraðgerðir á fyrsta fjórðungi


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2016 var samþykktur
af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 27. apríl 2016.

  * Tekjaukning 1% frá fyrsta ársfjórðungi 2015
  * Framlegðaraukning 2% miðað við sama tímabil 2015
  * EBITDA hagnaður nam 668m. kr. lækkun um 7% milli ára
  * EBITDA hlutfall 20,3% og EBIT hlutfall 9,8% á fjórðungnum
  * Hagnaður tímabilsins nam 198 m.kr., sem er 16% lækkun frá fyrsta
    ársfjórðungi 2015
  * Eiginfjárhlutfall nam 42,6%
  * Handbært fé frá rekstri 573 m.kr., 6% hærra en á sama tímabili 2015
  * Hagræðingaraðgerðir sem gripið hefur til eiga að skila um 80 -100 m.kr.
    lækkun kostnaðar á árinu


Stefán Sigurðsson, forstjóri:

"Uppgjör  Fjarskipta á fyrsta ársfjórðungi 2016 var í takt við væntingar þar sem
hækkun launakostnaðar í tengslum við kjarasamninga og einskiptisliðir í tengslum
við  hagræðingaraðgerðir  hafa  talsverð  áhrif.  Ennfremur  hafa verðlækkanir í
Færeyjum  áhrif til lækkunar tekna eins og  gert hefur frá þriðja fjórðungi. Eru
tekjur  í Færeyjum 14% lægri milli ára meðan þær eru 3,7% hærri á Íslandi á sama
fjórðungi árið 2015.

Brugðist var við hækkun kostnaðar með hagræðingaraðgerðum á fjórðungnum. Frá því
í  desember  hafa  hagræðingaraðgerðir  skilað  fækkun um 25 stöðugildi en hluti
þeirra aðgerða leiddi til bókunar einskiptiskostnaðar á fyrsta fjórðungi. Þáttur
í  þessum aðgerðum hefur verið einföldun skipulags sem skilar sér meðal annars í
því  að fjórar  deildir voru  sameinaðar öðrum  deildum. Sérstakt  markmið hefur
verið  að draga ekki úr framleiðni  eða samkeppishæfni félagsins og þannig hefur
tilfærslu  starfsfólks  og  skipulagsbreytingum  verið  beitt  að  stórum hluta.
Markmiðið  er að við  enda árs nemi  fækkun stöðugilda um  30 sem er nálægt 10%
fækkun  frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að  það sem upp á vantar náist í gegnum
starfsmannaveltu   það   sem  eftir  lifir  ársins.  Áætlað  er  að  fyrrnefndar
hagræðingaraðgerðir  félagsins skili  um 80 -  100 m.kr. kostnaðarlækkun á árinu
2016. Áætlað er að áhrif hagræðingarverkefna félagsins verði meiri á árinu 2017
eða   um  200 -  250 m.kr.  samtals  -  studd  af  hagræðingaraðgerðum,  áhrifum
Sendafélagsins og nýs húsnæðis.

Á  fjarskiptamarkaði  hefur  Vodafone  sótt  fram  á  ársfjórðungnum  með  nýjum
farsímaleiðum  á hagstæðum  kjörum fyrir  einstaklinga og  fjölskyldur. Auk þess
kynntum við Vodafone ONE - nýja heildarfjarskiptalausn sem aðlöguð er að hverjum
og  einum  þar  sem  viðskiptavinir  njóta  margvíslegs ávinnings af því að hafa
viðskipti sín á einum stað. Þessar nýjungar hafa mælst sérlega vel fyrir og hafa
styrkt félagið mjög í þeirri samkeppni sem ríkir á fjarskiptamarkaði."

[HUG#2007545]