2016-04-27 18:25:39 CEST

2016-04-27 18:25:39 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Ársreikningur

EBITDA Nýherja 180 mkr á fyrsta ársfjórðungi 2016


Hlutfall launa af tekjum eykst frá fyrra ári.

Helstu upplýsingar:

  -- <p>
  Vöru- og þjónustusala í F1 nam 3.332 mkr (2,1% tekjuvöxtur frá F1 2015) [F1
     2015: 3.263 mkr]

</p>
  -- <p>
  Framlegð nam 885 mkr (26,6%) í F1 [F1 2015: 808 mkr (24,7%)]

</p>
  -- <p>
  Heildarhagnaður í F1 nam 38 mkr [F1 2015: 41 mkr]

</p>
  -- <p>
  EBITDA nam 180 mkr (5,4%) í F1 [F1 2015: 225 mkr (6,9%)]

</p>
  -- <p>
  Eiginfjárhlutfall 29,5% í lok ársfjórðungs 2016, en var 28,0% í lok árs
     2015

</p>
  -- <p>
  Veltufjárhlutfall 1,46 í lok fyrsta ársfjórðungs 2016 en var 1,52 í lok árs
     2015

</p>
  -- <p>
  Ríflega 70% starfsfólks gerði kaupréttarsamning í samræmi við samþykkt
     aðalfundar félagsins

</p>
<p> </p>

Finnur Oddsson, forstjóri:

“Heildarhagnaður Nýherjasamstæðunnar var 38 mkr á fyrsta ársfjórðungi, sem er
undir þeim kröfum sem við gerum til rekstrarins. Kostnaðarhækkanir koma niður á
 afkomunni, einkum vegna óvæntrar niðurstöðu kjarasamninga um hækkun launa í
upphafi árs. Auk tímabundinnar vöruvöntunar á PC búnaði, sem kom niður á sölu,
þá höfðu kjarasamningar veruleg neikvæð áhrif á rekstur Nýherja og drógu niður
heildarafkomu móðurfélagsins. Afkoma dótturfélaga var í heild lítillega undir
áætlun, en ágæt eftirspurn er þó eftir þjónustu, sérstaklega vegna sérlausna
fyrir ferðaþjónustu hjá TM Software.  Tekjur aukast svo áfram hjá Tempo með enn
frekari fjölgun viðskiptavina. 



Ljóst er að kostnaðarhækkanir vegna launa verða okkar stærsta viðfangsefni
framundan og hagrætt verður eins og þörf krefur. Að sama skapi verður áfram
horft til tækifæra til styrkingar á eiginfjárstöðu félagsins, sem til lengri
tíma þarf að bæta. Þó að afkoma samstæðunnar á fjórðungnum sé undir væntingum
eru horfur ágætar, enda verkefnastaða almennt góð, bæði hjá Nýherja og
dótturfélögum. Það er svo til marks um trú okkar sem vinnum hjá Nýherja á
fyrirtækið og framtíðarstefnu þess að ríflega 70% starfsfólks gerðu
kaupréttasamning í samræmi við samþykkt aðalfundar.”