2012-06-28 08:00:01 CEST

2012-06-28 08:00:06 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Framvinduskýrsla Aðgerðaáætlunar OR og eigenda F1 2012


Reykjavík, 2012-06-28 08:00 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Aðgerðaáætlun Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) og eigenda (Planið) var kynnt 29. mars 2011. Í Planinu felast
margháttaðar aðgerðir með það heildarmarkmið að bæta sjóðstreymi OR um 50
milljarða króna til ársloka 2016. 

Árangur aðgerðanna eftir 1. ársfjórðung 2012 er umfram áætlun.

Árangur Plansins á 1. ársfjórðungi 2012 nam um 2,1 milljarði króna og var 322
milljónum króna umfram áætlun. Auk þess reyndust ytri þættir hagstæðari en gert
var ráð fyrir í forsendum sem nemur 34 milljónum króna. 

Fyrir ársfjórðunginn er niðurstaðan því jákvæð um 356 milljónir króna og frá
upphafi er niðurstaðan 1.563 milljónum betri en gert er ráð fyrir í Planinu. 

Samdráttur fjárfestinga í veitukerfum er verulega umfram áætlanir en sala eigna
á F1 2012 var undir áætlun. Hlutur OR í HS Veitum er í opinberu söluferli. 

Í viðhengi er skýrsla OR um framvindu Plansins F1 2012.


         Nánari upplýsingar:
         Bjarni Bjarnason
         forstjóri
         516 7707