2008-02-13 17:36:45 CET

2008-02-13 17:37:48 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Tryggingamiðstöðin hf. - Ársreikningur

2007


Helstu niðurstöður ársins

•  Hagnaður ársins nam 4.375 m.kr. en hagnaður árið 2006 var 696 m.kr.

•  Bókfærð iðgjöld voru 20.219 m.kr. samanborið við 9.682 m.kr. árið 2006.

•  Á árinu var rekstrarhagnaður af vátryggingastarfsemi 349 m.kr. samanborið við
   358 m.kr. tap á árinu 2006. 

•  Hagnaður á hlut á árinu nam 4,05 krónum.

•  Fjárfestingatekjur félagsins námu 3.878 m.kr. á árinu en voru 4.808 m.kr.
   árið áður. 

•  Heildareignir TM voru 70.444 m.kr. þann 31. desember 2007 en voru 69.661
   m.kr. um áramót 2006. 

•  Eiginfjárhlutfall var 36,4% þann 31. desember 2007.

•  Norska vátryggingafélagið Nemi er hluti af samstæðu TM frá 1. september 2006
   og hefur áhrif á samanburð rekstrar og efnahags TM á milli ára. 


Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs

•  Hagnaður TM á fjórða ársfjórðungi 2007 nam 2.503 m.kr.
•  Á fjórðungnum var rekstrartap af vátryggingastarfsemi 9,5 m.kr.


Um uppgjörið

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir afkomu af vátryggingastarfsemi á
Íslandi hafa verið óviðunandi, sérstaklega hvað varðar frjálsar
ökutækjatryggingar og slysatryggingar sjómanna. Afkoma Nemi dótturfélags TM í
Noregi var lítillega undir áætlun ársins. 

Töluverður kostnaður var bókfærður vegna breytinga á yfirstjórn félagsins. Hér
er um að ræða einskiptis kostnað en annar kostnaður félagsins er  í samræmi við
eða lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

Töluverðar breytingar urðu á eignasafni félagsins en eignir félagsins í skráðum
og óskráðum hlutafélögum lækkaði um 6.203 m.kr. en handbært fé jókst um 3.982
m.kr. 

Tekjuskattsskuldbinding TM lækkaði um 3.505 m.kr. og skýrir það að stærstum
hluta hagnað félagsins árið 2007 sem nam 4.375 m.kr. 


Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson, forstjóri, s. 515 2636.