2024-06-26 10:50:00 CEST

2024-06-26 10:50:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Alvotech S.A. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eigendur meirihluta breytilegra skuldabréfa Alvotech nýta rétt til að breyta yfir í hlutabréf


Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að eigendur meirihluta breytilegra skuldabréfa félagins sem upphaflega voru útgefin 16. nóvember og 20. desember 2022 með lokagjalddaga 20. desember 2025, hafi tilkynnt að þeir óski eftir að nýta rétt til að breyta skuldabréfunum í almenna hluti á genginu 10 dollarar á hlut þann 1. júlí nk. („breytiréttardagur“). Frestur til að tilkynna um nýtingu á breytiréttinum rann út í gær.

Alvotech mun gefa út ný bréf þann 1. júlí 2024 til þeirra eigenda skuldabréfanna sem nýttu sér breytiréttinn. Heildarfjöldi nýútgefinna hluta ræðst af gengi íslensku krónunnar þann 27. júní, en áætlað er að gefnir verði út um 22,1 milljón hlutir miðað við núverandi gengi. Samkvæmt skilmálum skuldabréfanna skal afhending nýútgefinna hluta eiga sér stað eigi síðar en 7 virkum dögum frá breytiréttardegi.

Breytilegu skuldabréfin voru gefin út í íslenskum krónum og Bandaríkjadollar. Skuldabréf í íslenskum krónum eru skráð á Nasdaq First North markaðnum á Íslandi undir auðkenninu ALVCVB251220.

Allir eigendur breytilegu skuldabréfanna sem gefin voru út í íslenskum krónum nýttu sér rétt til að skipta á þeim fyrir hlutabréf. Heildarverðmæti þeirra, með áföllnum vöxtum, er 25.483.970.823 krónur eða 183.127.126 Bandaríkjadalir, miðað við núverandi gengi. Eigendur skuldabréfanna eiga því rétt á að fá afhenta um 18,3 milljónir hluta í Alvotech, miðað við núverandi gengi, en endanlegur fjöldi hluta ræðst af gengi þann 27. júní nk.

Eigendur breytilegra skuldabréfa sem gefin voru út í Bandaríkjadollar að heildarverðmæti 37.981.167 dollarar, með áföllnum vöxtum miðað við breytiréttardaginn, nýttu sér breytiréttinn og eiga því rétt á að fá afhenta 3.798.117 hluti í Alvotech.

Eigendur breytilegra skuldabréfa í Bandaríkjadal að verðmæti 116.677.563 dollarar, með áföllnum vöxtum miðað við breytiréttardaginn, hafa ekki tilkynnt um nýtingu á breytiréttinum innan frestsins.

Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com

Fylgstu með okkur á fjárfestasíðunni,  vefsíðu Alvotech eða á samfélagsmiðlum: LinkedIn, Facebook, Instagram, X og YouTube.