2017-01-13 17:53:13 CET

2017-01-13 17:53:13 CET


SÄÄNNELTY TIETO

Islanti Englanti
Lánamál ríkisins - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

S&P hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í A- vegna sterkari erlendrar stöðu


Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur í dag hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs
Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í A- úr BBB+. Á sama tíma var
lánshæfiseinkunnin A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar staðfest. Horfur eru
stöðugar. 

Hækkunin er fyrst og fremst til komin vegna sterkari ytri stöðu en vænst var,
sem lýsir sér í verulegum viðskiptaafgangi og töluverðum vexti gjaldeyrisforða
Seðlabanka Íslands á árinu 2016 og endurspeglar einnig kröftugan vöxt í
íslensku efnahagslífi og þær væntingar S&P að skuldir hins opinbera muni halda
áfram að lækka sem hlutfall af VLF. 

Í stöðugum horfum vegast á mögulega betri horfur Íslands varðandi erlenda stöðu
og peningamál eftir því sem afnámi hafta vindur fram, og hættan á að hagkerfið
ofhitni á næstu tveimur árum. S&P gætu hækkað lánshæfiseinkunnir ef
gjaldeyrishöft eru afnumin án þess að stofna greiðslujöfnuði eða
fjármálastöðugleika í hættu. S&P gætu einnig hækkað lánshæfiseinkunnir ef
skuldir hins opinbera lækka hraðar sem hlutfall af landsframleiðslu en þeir
gera ráð fyrir að svo stöddu. S&P gætu lækkað lánshæfiseinkunnir ef þeir teldu
að myndarlegar nýlegar launahækkanir leiddu til verulegrar ofhitnunar
hagkerfisins með aukinni áhættu fyrir peningamál, ríkisfjármál og erlenda stöðu
þjóðarbúsins. Þetta gæti einnig átt sér stað ef frekara afnám hafta gerðist með
óskipulegum hætti og setti frekari þrýsting á gengi íslensku krónunnar og
fjármálakerfið. 



Meðfylgjandi er skýrsla S&P