2012-02-09 19:02:51 CET

2012-02-09 19:03:54 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Ársreikningur

Afkoma á 4. ársfjórðungi í samræmi við væntingar félagsins


  -- Hátt eldsneytisverð á 4. ársfjórðungi 2011 skýrir að mestu lakari afkomu en
     2010
  -- Eldsneytisverð 28% hærra en á 4. ársfjórðungi 2010
  -- Hagnaður ársins 2011 4,5 milljarðar króna
  -- Veltufé frá rekstri 12,5 milljarðar króna
  -- Fjárhagsleg staða Icelandair Group sterk
  -- Eiginfjárhlutfall 36% og nettó vaxtaberandi skuldir 11,1 milljarður króna
  -- Stjórn félagsins leggur til að 0,8 milljarðar króna verði greiddir í arð
     til hluthafa á árinu 2012



Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„EBITDA Icelandair Group á fjórða ársfjórðungi var neikvæð um 0,1 milljarð
króna en var jákvæð um 1,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2010. Hátt
eldsneytisverð leiddi til mikilla kostnaðarhækkana í fjórðungnum sem skýrir
lakari afkomu á milli ára. Varðandi árið í heild þá erum við mjög sátt við
niðurstöðuna, hagnað að fjárhæð 4,5 milljarð króna, sérstaklega í ljósi
neikvæðra áhrifa hækkana á eldsneytisverði, eldgoss í Grímsvötnum og
verkfallsaðgerða. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk, eiginfjárhlutfallið er
36% og handbært fé og markaðsverðbréf nema 13,1 milljörðum króna í árslok. Ég
vil þakka reynslumiklu og metnaðarfullu starfsfólki okkar fyrir þennan árangur. 

Mikill innri vöxtur einkenndi árið 2011. Við gerum ráð fyrir að auka umsvif
okkar enn á árinu 2012. Icelandair verður með umsvifamestu flugáætlun sína frá
upphafi og bókanir fyrir fyrstu mánuði ársins 2012 lofa góðu. Icelandair Hotels
opnar nýtt hótel við Reykjavíkurhöfn á vormánuðum auk þess sem Flugfélag
Íslands mun halda áfram að auka framboð flugferða til Grænlands. 

Á fyrri hluta ársins bætast tvær nýjar flugvélar í flota Icelandair og fylgir
því nokkur innleiðingarkostnaður. Jafnframt er olíuverð hærra en á síðasta ári
og gengi evru gagnvart dollar óhagstæðara og sjáum við fram á að afkoman á
fyrsta ársfjórðungi 2012 verði nokkru lakari en á síðasta ári. Samkvæmt
áætlunum félagsins fyrir árið 2012 í heild gerum við ráð fyrir að EBITDA verði 
11,0-12,0 milljarðar króna, sem er aukning frá fyrra ári þegar EBITDA var 10,4
milljarðar króna.“ 



Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801