2009-10-29 11:38:43 CET

2009-10-29 11:39:43 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sveitarfélagið Álftanes - Fyrirtækjafréttir

- Samþykkt að senda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga tilkynningu í samræmi við ákvæði 75. gr. sveitastjórnarlaga


Á  73. fundi bæjarstjórnar Álftaness, miðvikudaginn 28. október, var samþykkt
við fyrri umræðu tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að senda Eftirlitsnefnd
með fjármálum sveitarfélaga tilkynningu í samræmi við ákvæði 75. gr.
sveitarstjórnarlaga. Tillagan þarfnast tveggja umræðna í bæjarstjórn og verður
síðari umræða um málið 4. nóvember n.k. 

Í 75. grein sveitarstjórnarlaga segir:

„Komist sveitarfélag í fjárþröng þannig að sveitarstjórn telur sér eigi unnt að
standa í skilum skal hún tilkynna það til eftirlitsnefndar skv. 74. gr.
Ákvörðun um slíka tilkynningu skal tekin eftir tvær umræður í sveitarstjórn. 

Eftirlitsnefnd skal þá tafarlaust láta fara fram rannsókn á fjárreiðum og
rekstri sveitarfélagsins og leggja síðan fyrir sveitarstjórn að bæta það sem
áfátt kann að reynast innan hæfilegs frests. 

Eftirlitsnefnd er heimilt að grípa til aðgerða skv. 2. mgr. hafi sveitarstjórn
ekki sinnt aðvörun nefndarinnar skv. 2. mgr. 74. gr. eða ef nefndin telur
viðbrögð sveitarstjórnar í framhaldi af aðvörun nefndarinnar ófullnægjandi. 

Komi í ljós við rannsókn að fjárhagur sveitarfélags sé slíkur að það geti ekki
með eðlilegum rekstri staðið straum af lögboðnum útgjöldum eða öðrum
skuldbindingum sínum er ráðuneytinu heimilt að tillögu eftirlitsnefndar að
veita sveitarfélaginu styrk eða lán úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þess að
koma fjárhag sveitarfélagsins á réttan kjöl með þeim skilyrðum sem ráðuneytið
setur. Ráðuneytið getur heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í því tilviki sem
hér um ræðir og að tillögu eftirlitsnefndar að leggja álag á útsvör og
fasteignaskatta sem nemi allt að 25%.“

Meðfylgjandi er endurskoðuð fjárhagsáætlun