2009-06-05 16:44:42 CEST

2009-06-05 16:45:52 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Atorka Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Atorka fær greiðslustöðvun meðan unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins


Undanfarin ár hefur Atorka byggt upp eignarhluti í alþjóðlegum rekstrarfélögum
og unnið að uppbyggingu þeirra sem leiðandi hluthafi í nánu samstarfi við
stjórnendur félaganna. Stærstur hluti eigna félagsins er utan Íslands. Fyrir
liggur að áætlað markaðsverð skráðra og óskráðra eigna félagsins hefur lækkað
umtalsvert á síðustu misserum vegna samdráttar í efnahagslífinu. Undirliggjandi
rekstur félaganna er þó í flestum tilvikum stöðugur miðað við ríkjandi ástand. 

Neikvæð þróun á mörkuðum samhliða umróti og óvissu í tengslum við fall helstu
íslensku fjármálastofnana hefur kallað á viðbrögð af hálfu félagsins til að
mæta breyttum aðstæðum. Undanfarna mánuði hefur Atorka unnið að fjárhagslegri
endurskipulagningu félagsins í samvinnu við helstu lánardrottna. 

Liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins var að fá
PricewaterhouseCoopers í Danmörku til að leggja heildstætt mat á virði
eignasafns Atorku og líklega þróun þess á næstu árum.   Fyrstu niðurstöður
þessarar vinnu liggja nú fyrir og þær staðfesta að rökrétt er að vinna
markvisst með eignir Atorku næstu ár í þágu félagsins og lánardrottna, enda
þótt eiginfjárstaða félagsins hafi þróast yfir í neikvæða stöðu.   Atorka
stefnir að því að því að kynna helstu niðurstöður úr skýrslu PwC fyrir
lánardrottnum innan tveggja vikna í tengslum við hugmyndir um fyrirkomulag
fjárhagslegrar endurskipulagningar. 

Til að setja fjárhagslega endurskipulagningu Atorku í lögformlegt ferli hefur
stjórn Atorku ákveðið að óska eftir greiðslustöðvun meðan unnið er að ítarlegum
tillögum að framtíð félagsins. Ferlið miðar að því að tryggja jafna hagsmuni
allra lánardrottna. Stjórn og stjórnendur Atorku stefna að því að leggja fram
endanlegar tillögur og samninga við lánardrottna á næstu vikum. 

Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
í síma 540-6200.