2022-06-28 16:50:36 CEST

2022-06-28 16:50:36 CEST


Islandic
Klappir Grænar Lausnir hf. - Fyrirtækjafréttir

Klappir semja um græna fjármögnun við Nordic Environment Finance Corporation


Alþjóðlega sjálfbærnifyrirtækið ISS ESG hefur gert úttekt á starfsemi Klappa grænna lausna hf. og staðfest að hún sé græn. Matið byggir á því að yfir 90% af tekjum fyrirtækisins kemur frá hugbúnaði þess sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum. Slík starfsemi er tilgreind sem græn í flokkunarreglugerð ESB (e. EU Taxonomy Regulation) sem hefur verið tekin upp í EES samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 151/2022. Samhliða mati sínu hefur ISS ESG gefið jákvætt ytra álit á grænum fjármálaramma Klappa.

Á grunni græna fjármálarammans hafa Klappir og Nefco (Nordic Environment Finance Corporation) komist að samkomulagi um grunndrög að lánaskilmálum á grænu láni sem ætlað er til að styðja við vöxt Klappa erlendis. Þegar lánið er frágengið yrði það með breytirétti í hlutafé en skilmálarnir fela í sér að Klappir munu gefa út áskriftarréttindi til Nefco. Boðað verður til hluthafafundar í haust þar sem tillaga til breytinga á samþykktum félagsins í samræmi við lánaskilmála verður lögð fyrir hluthafa til samþykktar.

Nálgast má upplýsingar um grænan fjármálaramma Klappa á:
https://www.klappir.com/is/graenn-fjarmognunarrammi
Nálgast má upplýsingar um Nefco á:
https://www.nefco.int/wp-content/uploads/2021/03/Nefco-Strategy-2021-25.pdf

Frekari upplýsingar veita:
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa
S: 664 9200
Netfang: jat@klappir.com

Ólöf Ásta Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
S: 661 0202
Netfang: olof@klappir.com