2022-06-30 17:42:52 CEST

2022-06-30 17:42:52 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Ljósleiðarinn ehf. - Innherjaupplýsingar

Ljósleiðarinn leigir tvo þræði í NATO strengnum


Ljósleiðarinn og utanríkisráðuneytið hafa samið um afnot Ljósleiðarans ehf. af tveimur af átta ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng Atlantshafsbandalagsins (NATO streng), sem liggur hringinn í kringum Ísland og til Vestfjarða. Samningurinn er gerður að undangenginni auglýsingu ráðuneytisins um tillögur um samningsbundin afnot af einum eða tveimur ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng Atlantshafsbandalagsins sem liggur um Ísland. Ljósleiðarinn leigir þræðina til allt að 10 ára með möguleika á frekari framlengingu.  

  

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir samninginn við utanríkisráðuneytið marka vatnaskil fyrir Ljósleiðarann. Fyrirtækið sé nú enn betur í stakk búið að þjóna viðskiptavinum sínum sem eru m.a. fjarskiptafyrirtæki. Fyrirtækin nýta Ljósleiðarann fyrir viðskiptavini sína og í uppbyggingu og þéttingu 5G farsímakerfa. Þannig gefast ný tækifæri við tengingu heimila, fyrirtækja og stofnana, á svæðum sem ekki hafa notið þjónustu Ljósleiðarans eða ljósleiðaratenginga til þessa.  

  

Erling Freyr segir Ljósleiðarann jafnframt vinna að uppbyggingu á nýjum landshring enda sé þörf á fleiri þráðum og víðfeðmara kerfi en núverandi NATO-strengur býr yfir til að tryggja framþróun og öryggi í fjarskiptum. Uppbygging Ljósleiðarans á nýjum landshring mun gera landið betur í stakk búið fyrir síauknar kröfur framtíðarinnar. Það mun auka samkeppni á fjarskiptamarkaði, styðja við þéttingu farsímadreifikerfa, m.a. við þjóðveginn, uppfærslu í 5G og mæta þörfum neytenda um aukna bandbreidd og stöðugleika í gagnaflutningum. Ljósleiðarinn leggur áherslu á að sem flestir hagsmunaaðilar komi að uppbyggingunni með hagkvæmnisjónarmið í huga.  

  

Samhliða hefur stjórn Ljósleiðarans ákveðið að fela framkvæmdastjóra undirbúning að aukningu hlutafjár félagsins til að styrkja efnahag og fjármagnsskipan félagsins og gera því kleift að nýta þau tækifæri til fjárfestinga sem nú bjóðast við uppbyggingu landshrings. Tillaga stjórnar verður að óbreyttu borin undir hluthafafund síðar á árinu.  



Tengiliður: 
Breki Logason 
samskiptamál Ljósleiðarans 
6985671 
breki.logason@ljosleidarinn.is