2008-03-28 17:07:11 CET

2008-03-28 17:08:12 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Straumborg ehf. - Ársreikningur

2007


Ársreikningur móðurfélags Straumborgar ehf. fyrir 2007 hefur verið staðfestur
af stjórn og forstjóra félagsins. Ársreikningur samstæðu er ekki tilbúinn þar
sem töf hefur orðið á gerð ársreiknings eins dótturfélaga Straumborgar í
Rússlandi. Búist er við að ársreikningur samstæðu verði tilbúinn fljótlega. 
Straumborg ehf. birtir nú í fyrsta skipti reikningsskil sín í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og hefur samanburðarfjárhæðum í
ársreikningi verið breytt til samræmis við nýjar reikningsskilareglur. 

Straumborg ehf. og dótturfélag þess Norvest ehf. voru sameinuð 1.1.2007. Vegna
þessa hafa samanburðartölur verið teknar saman fyrir Straumborg ehf. og Norvest
ehf. Slík samantekt gefur réttari mynd af þeim breytingum sem urðu árið 2007. 

Innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) hafði veruleg áhrif á
reikninga félagsins. Matsbreyting á óskráðum eignum félagsins hafði þar mest
áhrif. 
Rekstur
Hagnaður Straumborgar ehf. árið 2007 var 2.380.413.307 króna en 6.193.743.738
króna árið 2006. Gangvirðisbreyting fjárfestinga var 6.867.858.868 krónur árið
2007 samanborið við 8.207.900.191 árið 2006. 


Efnahagur
Heildareignir Straumborgar voru þann 31. desember 2007 bókfærðar á
56.389.431.790 króna. Eigið fé félagsins var á sama tíma 19.545.254.689 króna
og hefur vaxið um 1.880.413.307 árið 2007 sem nemur hagnaði félagsins að
frádreginni arðgreiðslu til hluthafa. 


Lykiltölur úr ársreikningi móðurfélags:
Hagnaður eftir skatta: 2.380.413.307 kr.
Heildareignir: 56.389.431.790
Eigið fé: 19.545.254.689
Eiginfjárhlutfall: 34,7%


Staða og horfur
Eignasafn félagsins er dreift og er megin hluti þess í óskráðum eignum. Rekstur
félaga Straumborgar gengur með ágætum og er búist við að fjárfestingar
félagsins haldi áfram að skila félaginu góðri ávöxtun. Lausafjárstaða
Straumborgar er sterk. 

Frekari upplýsingar veitir Hjalti Baldursson, forstjóri Straumborgar í síma 575
2600.