2013-06-24 18:08:15 CEST

2013-06-24 18:09:43 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur


Reykjavík, 2013-06-24 18:08 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) hefur ákveðið, með fyrrivara um staðfestingu eigenda, að taka
tilboði í skuldabréf í eigu fyrirtækisins, útgefið af Magma Energy Sweden A/B
árið 2009. 
Skuldabréfið var hluti greiðslu fyrir hlut OR í HS Orku, sem seldur var eftir
að samkeppnisyfirvöld settu eignarhaldi OR í fyrirtækinu skorður. Á bak við
bréfið stendur veð í hlutabréfum í HS Orku. Verðmæti bréfsins ræðst að hluta af
álverði og í árshlutareikningi OR F1 2013 var bókfært verðmæti bréfsins um 9
milljarðar króna. 
Undirbúningur sölu skuldabréfsins hefur staðið frá í ágúst 2012 að stjórn OR
fól forstjóra að kanna möguleika á sölu þess. 


Rekstrarlánalínur endurnýjaðar
Stjórn OR hefur einnig veitt forstjóra heimild til að endurnýja til ársloka
2016 rekstrarlánasamninga við íslenskar fjármálastofnanir að fjárhæð 8
milljarðar króna. Samþykktin er gerð með fyrirvara um staðfestingu eigenda.
Núverandi lánalínur að sömu fjárhæð renna út á F4 2013 og F1 2014. Lánalínurnar
eru ein af forsendum Plansins með því að tryggja aðgang að lánsfé komi til
óhagfelldrar þróunar ytri áhrifaþátta í rekstri Orkuveitunnar. 


Söluferli Gagnaveitu Reykjavíkur tímasett
Stjórn OR hefur ákveðið áfangaskiptingu og tímaramma sölu á 49% hlut í
Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Á  tímabilinu júní til september 2013 verði unnið
að endurfjármögnun félagsins. Á tímabilinu ágúst til desember 2013 verði unnið
að undirbúningi sölu og að söluferlið sjálft verði á tímabilinu janúar til mars
2014. 
Að undangenginni ýtarlegri umræðu meðal eigenda OR var ákveðið í október 2012
að selja á markaði 49% hlut í GR, sem Orkuveitan á nú að fullu. Þáttur í
undirbúningi sölunnar er endurfjármögnun  GR. Við stofnun GR, í ársbyrjun 2007,
lagði OR eignir til fyrirtækisins ásamt hlutdeild í skuldum OR með lánasamningi
í erlendri mynt. Það lán stökkbreyttist árið 2008 og stóðu heildarskuldir GR um
síðustu áramót í rúmum átta milljörðum króna, sem gjaldfalla á árinu 2013. Til
samanburðar nema heildareignir GR, sem að mestu felast í ljósleiðarakerfi á
suðvesturhorninu, rúmum 11 milljörðum króna og tekjur ársins 2012 námu 1,4
milljörðum króna. 
Stjórn OR hefur nú ákveðið, með fyrirvara um samþykki Póst- og
fjarskiptastofnunar, að breyta allt að fjórum milljörðum lánsins í hlutafé gegn
því að eftirstöðvarnar verði greiddar. GR mun áfram leita á almennan
lánsfjármarkað með fjármögnun. Með því er dregið úr fjárhagslegum tengslum
Orkuveitunnar og GR áður en lengra er haldið í söluferlinu og lausafjárstaða
Orkuveitunnar styrkist.