2013-12-16 10:16:04 CET

2013-12-16 10:17:05 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs nóvember 2013


Íbúðalánasjóður hefur selt 266 eignir á árinu

Það sem af er þessu ári hefur  Íbúðalánasjóður selt 266 fasteignir. Á sama
tímabili á síðasta ári seldi sjóðurinn 116 eignir. Eignasvið sjóðsins hefur
fengið og samþykkt kauptilboð í  109 eignir til viðbótar þessum 266 og vinna
tilboðsgjafar að fjármögnun þeirra kaupa. Frá ársbyrjun 2008 hefur
Íbúðalánasjóður selt 841 eign. 

Eignasvið Íbúðalánasjóðs vinnur nú að því að skrá á fasteignasölur allar eignir
sjóðsins sem ekki eru í útleigu. Mikið hefur einnig áunnist í vinnslu og
skráningu íbúða sem auglýstar hafa verið til leigu. 

Af 2.607 eignum Íbúðalánasjóðs eru 1.239 í útleigu og 222 eignir teljast með
öllu óíbúðarhæfar. Ítreka ber enn og aftur að margar eignir sem skráðar eru
auðar og íbúðarhæfar hjá sjóðnum, uppfylla ekki skilyrði sem gerðar eru til
leiguíbúða, í sínu núverandi ástandi. Íbúðalánasjóður ver að hámarki 1,5 m.kr.
til lagfæringa á eignum sem geta farið á leigumarkað, að öðrum kosti fer eignin
í sölu.  Sú endurtekna fullyrðing að Íbúðalánasjóður láti fjölmargar hentugar
leiguíbúðir standa auðar og engum til gagns, er því röng. 

Nánari upplýsingar um eignir sjóðsins eru í mánaðarskýrslunni.