2008-08-22 11:48:33 CEST

2008-08-22 11:49:33 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Íbúðalánasjóður - Árshlutareikningur - 6 mán. 2008


Árshlutareikningur Íbúðalánasjóðs fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2008
var staðfestur og undirritaður af stjórn sjóðsins í gær 21. ágúst 2008. 
Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla
(IFRS) um árshlutareikninga, IAS 34. 

Hagnaður varð af rekstri sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 466
millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé hans í lok júní nam 20.655
millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall sjóðsins, sem reiknað
er samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um Íbúðalánasjóð er 8,0%.
Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja.
Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%. 

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Bjarnason, Ívar Ragnarsson og Ásta H.
Bragadóttir í síma 569 6900.