2012-03-12 11:51:44 CET

2012-03-12 11:52:45 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska Enska
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Nýr samningur um viðskiptavakt milli Marel hf. og Landsbankans hf.


Marel hf. og Landsbankinn hf. hafa gert með sér nýjan samning um viðskiptavakt
á útgefnum hlutabréfum félagsins. 

Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins
á NASDAQ OMX Iceland. Landsbankinn skuldbindur sig til að setja daglega fram
kaup- og sölutilboð á NASDAQ OMX Iceland í hlutabréf Marel hf. (MARL) að
lágmarki 200.000 kr. að nafnvirði á gengi sem Landsbankinn ákveður í hvert
skipti. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og
frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 3%. Hámarksfjárhæð
heildarviðskipta dag hvern sem Landsbankinn er skuldbundinn til að kaupa eða
selja skal vera 150.000.000 kr. að markaðsvirði. 

Samningurinn tekur gildi þann 15. mars nk., er ótímabundinn en uppsegjanlegur
með eins mánaðar fyrirvara. Eldri samningur milli aðilanna um sama efni fellur
á sama tíma úr gildi.