2012-09-25 22:00:30 CEST

2012-09-25 22:01:33 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Fjárhagsáætlun Orkuveitunnar 2013 samþykkt


Reykjavík, 2012-09-25 22:00 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur hefur samþykkt viðfesta Fjárhagsáætlun OR fyrir 2013 og fimm ára
áætlun fyrir árin 2014-2018. 

Sterkasti áhrifaþáttur fjárhagsáætlunar Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2013
er Aðgerðaáætlun OR og eigenda - Planið - sem samþykkt var í mars 2011.
Aðgerðir í tengslum við Planið, þar sem hagræðingu í rekstri og sérstaka hækkun
gjaldskrár ber hæst, eru þegar komnar til framkvæmda. Því ráðast breytingar á
rekstrarkostnaði og rekstrartekjum á árinu 2013 aðallega af ytri þáttum. 

Sérstakar ráðstafanir samkvæmt Planinu á árinu 2013 eru síðari hluti lántöku
frá eigendum og meiri tekjuöflun með eignasölu en önnur ár Plansins. Ástæðan
eru hinar miklu afborganir af lánum sem greiða þarf á fyrri hluta ársins.
Tekist hefur að færa til hluta þeirra afborgana en engu að síður nema
afborganir af langtímalánum um 25 milljörðum króna á árinu 2013 og er það
erfiðasta afborganaárið á tímabili Plansins, 2011-2016. 

Fjárhagsáætlunin miðar að því að allir þættir Plansins standist.

Fjárhagsáætlun 2013 fylgir fimm ára áætlun fyrir árin 2014-2018. Þótt síðustu
tvö árin séu eftir gildistíma Plansins, verða engar stökkbreytingar í rekstri
OR. Umfang starfseminnar nú er talið hæfa verkefnum fyrirtækisins. Gert er ráð
fyrir að á árunum 2017 og 2018 þurfi að auka viðhaldsfjárfestingu í veitukerfum
og virkjunum.