2008-05-20 20:04:23 CEST

2008-05-20 20:05:27 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Alfesca hf. - Ársreikningur

EBITDA jókst um 20% á 3. ársfjórðungi - Hagnaður Alfesca fyrstu 9 mánuðina nam 39,6 milljónum evra


- EBITDA jókst um 20% á 3. ársfjórðungi
Hagnaður fyrstu 9 mánaða 39,6 milljónir evra

Helstu atriði: 

•	Sala (núverandi starfsemi) nam 128,8 milljónum evra á 3. ársfjórðungi og
jókst um 7,1% sem er aukning um 4,3% á samanburðargrundvelli 
•	Sala fyrstu 9 mánuðina nam 515,4 milljónum evra, jókst um 13,4%
•	EBITDA nam 8,7 milljónum evra á 3. ársfjórðungi, jókst um 20,3%, og 54
milljónum evra fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins sem er 19,1% aukning 
•	EBITDA hlutfall nam 10,5% fyrstu 9 mánuðina
•	Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 39,6 milljónum evra fyrstu 9 mánuðina,
jókst um 23%, og 3,8 milljónum á 3. ársfjórðungi sem er 39,2% aukning 
•	Nettóhagnaður nam 25,1 milljón evra á fyrstu 9 mánuðunum, jókst um 32,5%, og
1,8 milljónum evra á 3. ársfjórðungi sem er 40,8% aukning 
•	Veltufé frá rekstri nam 31,9 milljónum evra fyrstu 9 mánuðina sem er aukning
um 21,8% 
•	Kaup á ítalska dreifingarfyrirtækinu D&F efla starfsemi Alfesca á Ítalíu


Xavier Govare, forstjóri Alfesca:

„Afkoma á þriðja ársfjórðungi er viðunandi þegar tekið er tillit til erfiðra
markaðsaðstæðna og sýnir afkoman enn og aftur styrk viðskiptamódels Alfesca. 

Erfiðar markaðsaðstæður orsökuðust af samspili neikvæðra og óvæntra þátta en
hvort tveggja hafði áhrif á afkomuna. Þar á meðal eru hækkanir síðustu mánaða á
hrávöruverði sem hafði umtalsverð áhrif á hráefniskostnað félagsins. Þá virðast
óvissa á sviði efnahagsmála og verðhækkanir á neytendavörum hafa hægt á
útgjöldum heimilanna. Að auki hafði veiking pundsins gagnvart evru neikvæð
áhrif á afkomu rekstrarins í Bretlandi. 

Þrátt fyrir ýmis neikvæð áhrif er afkoman fyrstu níu mánuði ársins og á 3.
ársfjórðungi hughreystandi þar sem áframhald hefur orðið á arðbærum vexti
samstæðunnar. Fjölbreytt vöruúrval og góð sala innan laxa- og rækjustoða
félagsins vó upp laka sölu innan hinna tveggja stoða rekstrarins, annars vegar
andaafurða og hins vegar blini og smurvara. Vöxtur félagsins á 3. ársfjórðungi
hefur verið arðbær en EBITDA jókst um 20,3% samanborið við sama tímabil í fyrra
þrátt fyrir óvenjulega hækkun hráefniskostnaðar sem hafði neikvæð áhrif á
ákveðna þætti rekstrarins. 

Nýlega var tilkynnt um sölu norska fisksölufyrirtækisins Christiansen Partner
en rekstur þess var ekki í samræmi við yfirlýst markmið félagsins um
framleiðslu virðisaukandi matvæla. Ákveðið var að hætta viðræðum um kaup á
breska matvælafyrirtækinu Oscar Mayer sem framleiðir tilbúna rétti. Var það
gert vegna hækkunar hráefnisverðs og erfiðra skilyrða á markaði fyrir tilbúin
matvæli sem hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Í ljósi áhættunnar þóttu
fyrirhuguð kaup ekki skapa virðisauka fyrir hluthafana auk þess að stefna góðum
árangri síðastliðinna ára í hættu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun höldum við áfram
að undirbúa tilurð fimmtu stoðarinnar undir rekstri félagsins. Hins vegar var
lokið við kaupa ítalska dreifingarfyrirtækið D&F sem styrkja mun og flýta þróun
viðskipta okkar á Ítalíu. 

Í heildina eru horfurnar í rekstri Alfesca góðar. Við lítum björtum augum til
framtíðar þar sem Alfesca hefur brugðist jákvætt við þeim erfiðu aðstæðum sem
búist er við að vari enn um sinn.”