2008-08-22 11:00:32 CEST

2008-08-22 11:01:32 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Sparisjóður Mýrasýslu - Ársreikningur

- Afkoma Sparisjóðs Mýrasýslu fyrstu 6 mánuði ársins 2008


Tap Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 4.628 millj. kr. eftir
skatta. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi var um 1,5 milljarður króna
samanborið við 6,3 milljarða króna  í árslok 2007. Eiginfjárhlutfall
samtæðunnar samkvæmt CAD-reglum var -0,5%. 
Í ársbyrjun 2008 sameinuðust dótturfélagið Sparisjóður Siglufjarðar og
Sparisjóður Skagafjarðar og er sameinaður sparisjóður hluti af
samstæðureikningi. Þá er Reykjavík Capital hf. hluti af samstæðureikningi
sparisjóðsins í kjölfar samþykkis Fjármálaeftirlitsins á kaupum Sparisjóðs
Mýrasýslu á félaginu 
Helstu tölur úr árshlutauppgjöri og aðrar upplýsingar um rekstur fyrstu sex
mánuði ársins: 

Rekstur samstæðunnar

  Tap varð á rekstri samstæðunnar fyrstu sex mánuðina upp á 4.628,3 millj. kr.
   eftir skatta. 
  Vaxtatekjur námu 3.643,3 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 2008 samanborið
   við 1.967,3 millj. kr. fyrir sama tímabil ársins 2007. 
  Vaxtagjöld námu 2.822,1 millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008
   samanborið við 1.552,6 millj. kr. fyrir sama tímabil ársins 2007. 
  Hreinar vaxtatekjur námu 821,2 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 2008 en
   þær voru 414,6 millj. kr. fyrstu sex mánuðina árið 2007. 
  Hreinar rekstrartekjur voru neikvæðar uppá 2.482,6 millj. kr. á móti 3.606,8
   millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2007. 
  Framlag í afskriftarreikning útlána nam 1.936,2 millj. kr. á fyrri helming
   ársins 2008 en var 142,7 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2007. 
  Rekstrargjöld sparisjóðsins voru 939,6 millj. kr. á fyrri hluta ársins en
   voru 564,5 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2007. 
  Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er nú 1,76% en var 1,3% fyrir fyrstu
   sex mánuði ársins 2007. 

Efnahagur og eigið fé samstæðunnar

  Heildareignir samstæðunnar eru 53.255,2 millj. kr. 30. júní 2008 miðað við
   47.698,4 millj. kr. í lok árs 2007. 
  Útlán samstæðunnar nema 42.901,2 millj. kr. 30. júní 2008 miðað við 34.766,7
   í lok árs 2007. 
  Almenn innlán samstæðunnar nema 18.909,8 millj. kr. 30. júní 2008 miðað við
   17.336,7 millj. kr. 31.12.2007. 
  Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu var 1.501,7 millj. kr. 30. júní 2008 en var
   6.338,1 millj. kr. í árslok 2007. 
  Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum er -0,5% þann 30. júní
   2008. 

Atburðir eftir lok reiknistímabils 
Þann 15. ágúst 2008 samþykkti fundur stofnfjáreigenda tillögu stjórnar
sparisjóðsins um að stofnfé sparisjóðsins yrði aukið um 2.000 millj. kr. og
ákvað Borgarbyggð að falla frá forkaupsrétti sínum. Kaupþing Banki hf. hefur 
skuldbundið sig til að skrá sig fyrir 1.750 millj. kr. og Straumborg hf. fyrir
250 millj. kr.. Stofnfjáraukningin er háð samþykki lánadrottna,
Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Gert er ráð fyrir að
stofnfjáraukningin og aðrar tengdar aðgerðir muni hafa þau áhrif að
eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Mýrasýslu verði 10,7% en samkvæmt lögum má
hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. 
Eftir stofnfjáraukninguna verður hlutur Kaupþings Banka hf. 70%, hlutur
Borgarbyggðar 20% og Straumborgar hf. 10% en áður var allt stofnfé í eigu
Borgarbyggðar, alls 505 millj. kr. 

Frekari upplýsingar veitir:
Gísli Kjartansson Sparissjóðsstjóri í síma 430 7500