|
|||
![]() |
|||
2025-02-19 16:56:00 CET 2025-02-19 16:56:01 CET REGULATED INFORMATION Arion Bank hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur KauphallarinnarArion banki gefur út almenn skuldabréf fyrir 300 milljónir evraArion banki gaf í dag út almenn skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til 5 ára. Skuldabréfin bera 3,625% fasta vexti sem jafngilda 130 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum. Eftirspurn eftir skuldabréfunum var veruleg, yfir fjórum sinnum meiri en framboð, og í heild bárust tilboð frá yfir 140 fjárfestum. Endanleg tilboðsbók nam um 1,3 milljörðum evra. Umsjónaraðilar (e. Deal Managers) útgáfunnar voru Barclays, Deutsche Bank, J.P. Morgan og Nomura,. |
|||
|