2013-07-08 18:53:13 CEST

2013-07-08 18:54:14 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Fyrirtækjafréttir

Leiðrétting - Kjarnaeinkunn (e. anchor) TM er BBB, ekki BBB- - Frétt send 2013-07-08 18:14:01 CET - Standard & Poor’s (S&P’s) staðfestir mat á fjárhagslegum styrkleika Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í kjölfar breytinga á matsreglum.


Lánshæfismat íslenska ríkisins hefur neikvæð áhrif á einkunn TM

Standard & Poor's (S&P's) hefur staðfest matið BBB- fyrir TM. Endurskoðun á
matinu fór fram í kjölfar þess að S&P's gerði breytingar á matsreglum sínum
fyrir tryggingafélög. 

Breytingarnar á matsreglum S&P's fela það í megin atriðum í sér, að gera
matsþættina gagnsærri og skýrari. Einkunnagjöfin er nú brotin niður í
undirþætti líkt og sjá má í meðfylgjandi fréttatilkynningu frá S&P's um matið á
TM. 

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Nýjar matsreglur S&P's taka líkt og áður tillit til sem flestra þátta í
efnahag, rekstri og rekstrarumhverfi vátryggingafélaga. Liður í því er að meta
markaðinn og efnahagslíf þess lands sem viðkomandi félög starfa í.  Þannig er
Ísland þrepi fyrir neðan miðlungsáhættu (e. intermediate risk) og fær
einkunnina "moderate risk".  Þessi þáttur vegur í nýjum matsreglum S&P's meira
en áður. Kjarnaeinkunn (e. anchor) TM er BBB  sem er einu skori hærra en
heildareinkunnin, en matseinkunn TM er dregin niður í BBB- vegna lánshæfismats
íslenska ríkisins. Horfur TM eru sem fyrr metnar stöðugar en ekki eru líkur til
þess að einkunn TM hækki nema að undangenginni hækkun á einkunn Íslands. Að
sama skapi mun einkunn TM að öllum líkindum lækka, verði lækkun á lánshæfismati
íslenska ríkisins. Þessi staðreynd sýnir enn og aftur hversu brýnt verkefni það
er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og tryggja heilbrigðar
markaðsaðstæður hið fyrsta“. 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson forstjóri TM, s. 515 2609

Sjá mat í viðhengi.