2009-02-27 16:20:54 CET

2009-02-27 16:21:58 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel Food Systems hf. - Hluthafafundir

Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. mars 2009


Aðalfundur Marel Food Systems hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins,
Austurhrauni 9, Garðabæ, þriðjudaginn 10. mars nk. kl. 15:00. 

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4.14 grein samþykkta félagsins.

2. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf.

3. Tillögur um breytingar á samþykktum:
Tillaga um breytingu á heimild stjórnar félagsins til að skrá hlutafé félagsins
í evrum. 
Tillaga um heimild til stjórnar félagsins um allt að fjórföldun á hlutafé
félagsins með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 
Tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um
allt að 290.000.000 að nafnverði með útgáfu 290.000.000 nýrra hluta. Kaupgengi
hlutanna og söluskilmálar hlutanna skulu vera nánar ákveðnir af stjórn
félagsins. Hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til áskriftar að þessum nýju
hlutum. Heimildin gildi í 18 mánuði að því marki sem hún verður ekki nýtt fyrir
það tímamark. 

4. Önnur mál, löglega borin fram.

Fundarstörf fara fram á ensku.

Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn
skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm
sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. 

Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar
þar til umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö
dögum fyrir fundinn. 

Dagskrá fundarins, ársskýrslur og endanlegar tillögur verða aðgengilegar
hluthöfum á skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ, sjö dögum fyrir
fundinn. 

Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 14.30.