2013-08-30 11:21:54 CEST

2013-08-30 11:22:55 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Ársreikningur

Eik fasteignafélag hf. hagnaðist um 448 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2013.


Hagnaður Eikar fasteignafélags hf. nam 448 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum
ársins 2013. Rekstrarhagnaður félagsins var rúmlega 682 milljónir króna á
tímabilinu og jókst um 6% frá sama tímabili ársins 2012. Leigutekjur félagsins
námu tæplega 937 milljónum króna og jukust um 9%. Verulegur viðsnúningur hefur
átt sér stað í rekstri félagsins frá sama tímabili og í fyrra og ber helst að
nefna tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi var verulegur munur á matsbreytingu
fjárfestingareigna á milli tímabila. Í öðru lagi lækkuðu fjármagnsgjöld á árinu
2013 vegna endurfjármögnunar félagsins sem lauk í október í fyrra. 

Heildareignir Eikar fasteignafélags hf. námu 22.643 milljónum króna í lok júní
2013. Fjárfestingareignir félagsins voru metnar á 21.958 milljónir króna í lok
tímabilsins, en á fyrri árshelmingi ársins 2013 nam matsbreyting
fjárfestingaeigna 482 milljónum króna. Fjárfest var fyrir um 1.279 milljónir
króna á tímabilinu og má þar helst nefna kaup á Austurstræti 6 og
Suðurlandsbraut 8 og 10 í Reykjavík.  Eigið fé félagsins nam í lok tímabilsins
6.780 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall félagsins 30%. 

Með tilvísun í skýrslu stjórnar, skýringar og fyrri fréttatilkynningar, er
vakin athygli á atburðum sem hafa átt sér stað eftir 30. júní s.l.  Annars
vegar  útgáfu nýrra hlutabréfa að nafnvirði 181 milljón króna.
Hlutafjáraukningin var seld til núverandi hluthafa á genginu 4,15 og var greidd
til félagsins í ágúst 2013. Hins vegar undirritun kaupsamnings milli Eikar
fasteignafélags hf. og SMI ehf. um kaup á eignum. Eignirnar sem um ræðir eru
m.a. Smáratorg 1, Smáratorg 3 og lóð að Smáratorgi 5 í Kópavogi auk Gleráreyra
1 og fasteigna við Dalsbraut á Akureyri. Eignasafn Eikar fasteignafélags hf.
mun stækka um rúmlega 70% við kaupin. Félagið hyggst auka hlutafé til að
fjármagna hluta kaupverðs, auk þess sem kaupin verða fjármögnuð með banka- og
skuldabréfafjármögnun. Kaupin eru liður í áformum félagsins um stækkun og að
endingu skráningu hlutafjár í Kauphöll. 

Frekari upplýsingar veitir:

Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
Sími: 861-3027
Netfang: gardar@eik.is