2015-08-25 18:05:28 CEST

2015-08-25 18:06:30 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sláturfélag Suðurlands svf. - Interim information (is)

Sláturfélag Suðurlands - Afkoma á fyrri árshelmingi 2015


Afkoma á fyrri árshelmingi 2015

  -- Tekjur á fyrri árshelmingi 5.712 m.kr. og minnka um 1% milli ára.
  -- 245 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 255 m.kr. hagnaður árið
     áður.
  -- EBITDA afkoma var 527 m.kr. en 532 m.kr. árið áður.
  -- Eigið fé 4.206 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 55%.


Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands
svf. og dótturfélagi þess, Reykjagarði hf. 

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2015 var
245 m.kr.  Á sama tímabili árið áður var 255 m.kr. hagnaður.  Eigið fé
Sláturfélagsins er 4.206 m.kr. í lok júní. 

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 5.712 m.kr. á fyrri
árshelmingi ársins 2015, en 5.757 m.kr. á sama tíma árið áður og lækka því um
1%.  Aðrar tekjur voru 2 m.kr. en 11 m.kr. árið áður. 

Vöru- og umbúðanotkun var 3.307 m.kr. en 3.469 m.kr. árið áður. Launakostnaður
hækkaði um tæp 5%, annar rekstrarkostnaður hækkaði um tæp 9% og afskriftir
óbreyttar. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 370 m.kr.,
en 375 m.kr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA)
var 527 m.kr.  en var 532 m.kr. á sama tíma í fyrra. 

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 4 m.kr. en árið áður jákvæð
um 14 m.kr.  Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 63 m.kr., en voru 74
m.kr., á sama tímabili í fyrra.  Reiknaður tekjuskattur nam 58 m.kr., en 60
m.kr. árið áður.  Hagnaður af rekstri tímabilsins var 245 m.kr. en 255 m.kr. á
sama tímabili árið áður. 

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 525 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins
2015, samanborið við 529 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2014. Heildareignir
Sláturfélagsins 30. júní  voru 7.652 m.kr. og eiginfjárhlutfall 55%. 
Veltufjárhlutfall var 2,6 á fyrri hluta ársins 2015, en 2,8 árið áður. 

Fjárfest var í varanlegum rekstarfjármunum á fyrri árshelmingi 2015 fyrir 288
m.kr. en 251 m.kr. á sama tímabili árið áður. Seldar voru eignir fyrir 3 m.kr.
Á fyrri árshelmingi var m.a. fjárfest umtalsvert í nýjum vélbúnaði fyrir
kjötvinnslu, auk endurbóta á húsnæði. 

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2015 var í aprílmánuði greiddur
11,0% arður af B-deild stofnsjóðs alls 20 m.kr. og reiknaðir 5% vextir á
A-deild stofnsjóðs alls 16 m.kr. 

Stjórn og forstjóri staðfestu árshlutareikning samstæðu Sláturfélagsins fyrir
tímabilið 1. janúar - 30. júní 2015 með undirritun á stjórnarfundi í dag.
Árshlutareikningur samstæðunnar er með könnunaráritun endurskoðenda. 

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX.  Viðurkenndir
ráðgjafar félagsins (e. Certified Advisors) eru Ágúst H. Ólafsson og Árni Jón
Árnason hjá Deloitte - first-north@deloitte.is.  Sláturfélagið birtir
upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu ársins
2015 þann 18. febrúar 2016. 



Staða og horfur

Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 55% eiginfjárhlutfall og
veltufjárhlutfall 2,6. Langtímatímaskuldir í lok júní 2015 voru 1.813 m.kr.
Næsta árs afborganir eru um 91 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma sem
tryggir lága árlega greiðslubyrði. 

Gert er ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum áhrifum af innflutningi á kjöti á
rekstur afurðahluta félagsins. Einnig ríkir nokkur óvissa með afsetningu á
hluta kindakjötsafurða sem falla til í haust og verðþróun á erlendum mörkuðum. 

Staða lykilvörumerkja félagsins í kjötiðnaði er sterk og ímynd félagsins góð á
markaði sem rennir stoðum undir frekari uppbyggingu á markaðsstöðu á komandi
árum.  Samt sem áður er reiknað með að erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði
hafi áfram neikvæð áhrif  á afkomu kjötiðnaðar á árinu. 

Matvöruhluti innflutningsdeildar stendur vel. Með nýjum viðskiptasamböndum
hefur vöruúrval verið aukið til áframhaldandi vaxtar. Búvöruhluti
innflutningsdeildar hefur styrkt stöðu sína á markaði fyrir helstu
rekstrarvörur bænda. Sala á Yara áburði til bænda gekk vel á fyrri hluta ársins
og sala á dlg kjarnfóðri og öðrum rekstrarvörum eykst stöðugt. 



Fjárhagsdagatal

Júlí - desember 2015 uppgjör                18. febrúar 2016

Aðalfundur 2016                                   18. mars 2016



Frekari upplýsingar veita:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 - steinthor@ss.is

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 - hjalti@ss.is