2007-11-01 16:53:59 CET

2007-11-01 16:53:59 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
365 hf. - Árshlutareikningar

- 9 mánaða uppgjör 2007


40 m.kr. hagnaður á þriðja ársfjórðungi

EBITDA þriðja ársfjórðungs nam 345 m.kr. og jókst um 502 m.kr. frá fyrra ári

Verulegur viðsnúningur í rekstri félagsins frá fyrra ári



Sölutekjur fjölmiðla- og afþreyingarfélagsins 365 hf. námu 8.330 m.kr. fyrstu
níu mánuði ársins. 

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 758 m.kr.  Tap
tímabilsins nam 40 m.kr. en var 1.695 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra af
áframhaldandi starfsemi.  Verulegur viðsnúningur hefur því orðið á rekstrinum. 


Helstu rekstrareiningar 365 hf. eru 365 miðlar ehf., Sena ehf., European Film
Group ehf. 

Helstu niðurstöður fyrstu níu mánuði ársins:

•  Sala tímabilsins nam 8.330 m.kr. og jókst um 414 m.kr. eða 5,2% frá sama
   tímabili 2006 

•  Pro forma söluaukning var 9,7% frá fyrra ári*

•  Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 758 m.kr. en
   var neikvæð um 38 m.kr. á sama tímabili 2006 af áframhaldandi starfsemi.
 
•  EBITDA hlutfall nam 9,1% en var neikvæð um 0,5% í fyrra

•  Nettó fjármagnsgjöld námu 384 m.kr. en þar á meðal var nettó gengishagnaður
   253 m.kr. 

•  Tap eftir skatta nam 40 m.kr.

•  Eigið fé var 6.552 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 40%

•  Veltufjárhlutfallið var 1,23 en var um síðustu áramót 0,62


Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs:

•  Sala tímabilsins nam 2.835 m.kr. og jókst um 287 m.kr. eða 11,3% frá sama
   tímabili 2006 

•  Pro forma söluaukning var 14,7% frá fyrra ári*

•  Hagnaður vegna sölu á fasteign félagsins að Vatnagörðum nam 35 m.kr.

•  Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 345 m.kr. en
   var neikvæð um 157 m.kr. á þriðja ársfjórðungi 2006 

•  EBITDA hlutfall nam 12,2% en var neikvætt um 6,2% í fyrra

•  Nettó fjármagnsgjöld námu 214 m.kr. en þar á meðal var gengistap 15 m.kr.

•  Hagnaður eftir skatta nam 40 m.kr.



Ari Edwald, forstjóri: “Góður ársfjórðungur”
“Rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi er góður bæði er varðar tekjuvöxt og
afkomu sem staðfestir viðsnúning á rekstri félagsins. Rekstur fjölmiðlahlutans
heldur áfram að ganga vel en þriðji ársfjórðungur skilaði 275 m.kr. í EBITDA
sem er besti ársfjórðungur í sögu fjölmiðlarekstrarins. 

Ný sjónvarpsstöð Sýn2 (enski boltinn) hóf starfsemi í ágúst og hefur farið vel
af stað. 

Stjórnendur félagsins telja að afþreyingahluti þess geti gert betur en
niðurstöður þriðja ársfjórðungs sýna. Í ársfjórðungnum voru stigin mikilvæg
skref í að styrkja fjárhagsstöðu félagsins með sölu á eignum og niðurgreiðslu
skulda.  Veltufjárhlutfall félagsins er nú 1,23 og eiginfjárhlutfall 40% sem er
vel viðunandi.” 



Kynningarfundur
Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 2.
nóvember, kl. 08.30 að Skaftahlíð 24 í suðurhúsi (gamli Tónabær).  Þar munu Ari
Edwald forstjóri og Viðar Þorkelsson fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og
starfsemi þess. 


Nánari upplýsingar veita:
Ari Edwald forstjóri í síma 821 0365 og Viðar Þorkelsson fjármálastjóri í síma
669 9100